is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24970

Titill: 
 • Eru tækifæri fyrir Íslendinga að veiða túnfisk, annan en bláugga?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að kanna tækifæri Íslendinga til að veiða túnfisk, annan en bláugga. Það verður gert með því að skoða líffræði, útbreiðslu og veiðar á fjórum mest veiddu túnfisktegundunum í Atlantshafinu. Gögn fyrir árin 1950 til 2014 eru nýtt við greiningar á veiðum úr túnfiskstofnum. Randatúnfiskurinn (Katsuwonus pelamis) er rúmlega helmingur af öllum túnfiskafla í heiminum, en á hverju ári eru veidd í kringum þrjár milljónir tonna af honum. Guluggatúnfiskurinn (T. albacares) er í öðru sæti yfir mest veiddar túnfisktegundir með rúm milljón tonn á ári, en næstu tegundir eru glyrnutúnfiskur (T. obesus) og hvíti túnfiskur (T. alalunga). Guluggatúnfiskurinn og glyrnutúnfiskurinn halda sig í kringum mitt Atlantshafið og er því ansi langt fyrir Íslendinga að sækja þær tegundir. Hinsvegar ganga hvíti túnfiskurinn og randatúnfiskur nálægt Íslandi. Með hækkandi hitastigi sjávar í kringum Ísland munu tækifæri Íslendinga til túnfiskveiða að öllum líkindum aukast. Fæðugöngur tegundanna á sumrin gætu farið að nálgast Íslandi líkt og hjá makrílnum og Atlantshafs bláugganum. Mikil eftirspurn er eftir fjórum mest veiddu tegundunum í Atlantshafinu og því gætu verið möguleikar fyrir Íslendinga að hefja veiðar og sölu á einhverjum þessara tegunda á næstu árum.
  Lykilorð: Túnfiskur. Útbreiðsla. Atlantshaf. Hitastig. Veiðar.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this thesis is to find out if Icelanders have an opportunity for fishing tunas, other than bluefin tuna. That is done by analyzing the biology, distribution and catching of the four most fished tuna species in the Atlantic ocean. Data for the years from 1950 to 2014 are used to analyze fishing from the tuna stocks.
  The skipjack tuna (Katsuwonus pelamis) is more than half of the tuna fishing in the world and the catch is about three million tons every year. The yellowfin tuna (T. albacares) is the second most fished tuna species with a catch of more than one million tons every year, but the next species are bigeye tuna (T. obesus) and albacore tuna (T. alalunga). The yellowfin tuna and the bigeye tuna are distributed around the middle of the Atlantic ocean so they are far from Iceland. However the albacore tuna and the skipjack tuna migrate pretty close to Iceland in the summer. With the temperature of the ocean around Iceland getting higher, opportunities for Icelanders to catch tuna are growing. Feeding migratory behavior in the summer might change and get closer to Iceland, similar to the mackerel and Atlantic bluefin tuna. The four most fished tuna species in the Atlantic ocean are fished in great quantity so there are opportunities for Icelanders to start fishing these species in the coming years.
  Keywords: Tuna. Distribution. Atlantic ocean. Temperature. Fishing.

Samþykkt: 
 • 6.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24970


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKgunnar.pdf1.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
forsíðaLOK.pdf1.02 MBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna