is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24974

Titill: 
 • Mat notenda á heilsueflandi heimsóknum : rannsóknaráætlun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Heilsueflandi heimsóknir eru fyrirbyggjandi heilsuvernd til einstaklinga 80 ára og eldri sem búa í sjálfstæðri búsetu og þiggja ekki heimaþjónustu eða heimahjúkrun. Með fjölgun aldraðra á komandi árum skiptir sköpum að jöfn tækifæri og fjölbreyttir möguleikar séu til staðar fyrir fólk með ólíkar þarfir. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar sem lýst er í þessari rannsóknaráætlun er annars vegar að kanna hvernig upplýsingar sem veittar eru í heilsueflandi heimsóknum nýtast notendendum og hvort heimsóknirnar séu valdeflandi að þeirra mati. Leitast verður við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvaða málefni eru til umræðu í heilsueflandi heimsóknum? Hvernig meta notendur áhrif heilsueflandi heimsókna á viðhald og eflingu eigin heilsu? Að hve miklu leyti telja notendur heilsueflandi heimsókna að leitað sé eftir áliti þeirra á þjónustunni sem þeim býðst? Rannsóknin er megindleg og gagna verður aflað með spurningalista sem hannaður er af höfundum rannsóknaráætlunarinnar en forprófaður og aðlagaður af rannsakanda. Þýðið og úrtak eru einstaklingar 80 ára og eldri sem þiggja heilsueflandi heimsóknir og með lögheimili á Akureyri. Gögnin verða greind með forritinu SPSS og við myndræna framsetningu verður notast við Microsoft Excel. Niðurstöðurnar geta gefið mynd af heilsueflandi heimsóknum á Akureyri og endurspeglað viðhorf þáttakenda. Ekki verður hægt að álykta út frá niðurstöðunum um viðhorf og nytsemi notenda heilsueflandi heimsókna utan Akureyrar. Niðurstöður rannsóknarinnar geta nýst sem framlag til gæðaþróunar á þjónustu við aldraða í heimahúsum með það að markmiði að þeir geti búið lengur heima. Rannsóknarniðurstöður geta vonandi einnig orðið til þess að hvetja til innleiðingar á þessu þjónustuúrræði víðar um land.
  Lykilhugtök: heilsueflandi heimsókn - heilsa - heilsuefling - valdefling - málefni sem eru rædd í heilsueflandi heimsóknum.

 • Útdráttur er á ensku

  Preventive home visits are a form of care for people over 80 years of age living independently without the aid of domiciliary care or home nursing. In the coming years the number of elderly will increase and it is paramount that equal opportunities and variety of possibilities are available for individuals with diverse needs. The purpose of this study is to see whether preventive home visits yielded a better informed host and whether these visits were empowering for the host. The following research questions will be addressed: what subjects are discussed during the preventive home visits? How do hosts analyse the value of preventive home visits with regards to the maintenance and promotion of their own health? To what extent do the hosts feel their opinion of the services available to them is sought? The study is quantitative and the data will be collected with a questionnaire designed by the research plan authors. It will be preliminarily tested and adapted by future researcher. The sample will include all individuals older than 80 years of age accepting preventive home visits and living in Akureyri. The data will be analysed with SPSS and Microsoft Excel for the graphical representations of the data. It is not possible to draw definitive conclusions from the results but they should nonetheless give a realistic picture of preventive home visits. Hopefully the results can be a contribution to the ongoing quality development of home care services for those who wish to grow old in their own homes. The findings might also encourage other districts to implement this service for their residents.
  Key words: preventive home visits, health, health promotion, empowerment, topics of discussion during preventive home visits.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 15.5.2020.
Samþykkt: 
 • 6.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24974


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mat notenda á heilsueflandi heimsóknum.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna