Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24977
Verkefni þetta er heimildasamantekt með nýsköpun. Tilgangur þess er að skoða hverjar þarfir háskólanemenda eru til að efla heilsu sína, til hvaða aðgerða háskólar erlendis og hér á landi hafa gripið og hvernig stjórnendur háskóla geta staðið að heilsueflingu. Þær rannsóknarspurningar sem leiða verkefnið eru eftirfarandi: 1) Hverjar eru þarfir háskólanemenda til að efla heilsu sína? 2) Til hvaða aðgerða hafa háskólar gripið til að efla heilsu nemenda sinna? 3) Hvernig geta stjórnendur háskóla staðið að heilsueflingu innan skóla fyrir nemendur sína? Fyrri tveim spurningunum er svarað með heimildasamantekt en þeirri þriðju með nýsköpun. Háskólar erlendis fara ólíkar leiðir til að efla heilsu nemenda sinna en margir skólar hafa heilsustefnu til að framfylgja lögum. Uppbygging flestra aðgerða snúa að námskeiðum sem eru ýmist í námskrá eða valfrjáls, fræðslu og bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu ætlaða nemendum til að bæta eigin heilsu. Þetta verkefni byggir á hugmyndafræði heilsueflingar, en samkvæmt henni er valdefling lykilþáttur þar sem markhópurinn er virkur þátttakandi í öllu ferlinu. Vísbendingar eru um að háskólanemendum finnist mikilvægt að vera virkir í starfsemi skólans með því að hafa ákvörðunarvald í þeim aðgerðum sem farnar eru til að hvetja þá til heilbrigðis. Þrátt fyrir þetta benda niðurstöður heimildasamantektar til þess að háskólanemendur erlendis virðast taka lítinn sem engan þátt í þeim aðgerðum sem fram fara. Það á bæði við um skipulagningu aðgerða og að hafa áhrif á hvaða aðgerðum er beitt til efla heilsu þeirra. Ein leið til að efla heilsu nemenda og tryggja þeim jafnan aðgang að aðgerðum er að tvinna heilsueflingu inn í námskrá skóla sem er byggð á þörfum nemenda. Nýsköpunin er handbók ætluð stjórnendum háskóla til að gera heilsueflingu hluta af námi nemenda. Markmiðið með handbókinni er að heilsuefling verði hluti af uppbyggingu og menningu háskóla. Handbókin fer yfir þá þætti sem stjórnendur þurfa að hafa í huga og gefur þeim ákveðinn ramma að vinnulagi og hugmyndir að breytingum í námskrá. Þannig geta stjórnendur notað handbókina til að leiða sig áfram þegar farið er af stað með heilsueflingu í háskóla.
Lykilhugtök: heilsuefling, valdefling, háskólanemendur, heilsa og líðan.
This project is a literature review with proposed innovation. Its purpose is to examine the need for promoting health among university students, what steps universities abroad have taken, and how the governors promote health within the university. The research questions which lead the project are the following: 1) What are the needs of university students to enhance their health? 2) What actions have universities resorted to promote the health of their students? 3) How can universitiy governors integrate health-promotion within the university to enhance their student’s health? The first two questions are answered through the literature review, and the third one through the innovation. Foreign universities use varied measures to improve the health of their students and some have a health policy designed to comply with the law. The development of most actions taken are in the form of classes either as part of the curriculum or extra-curricular, instruction and easier access to the health service offered to students to improve their own health. The project is based on the public health promotion theory, according to which empowerment is a key part and the target groups are active throughout the whole process. Indications show that it is important to university students to play an active part in decision making regarding actions taken to encourage them to live a healthy life. Despite this, the literature review shows that university students abroad seem to take little or no part in the process, both the organization and in having any influence on the steps takent to improve their health. One way to promote the health of university students and to ensure them equal access to the actions is to integrate health-promotion in the curriculum. The innovation is a guide intended for the governors of the university to implement health promotion as a part of the curriculum. The objective of the guide is to make health a part of the structure and culture of the university. The step by step guide covers the factors that governors of the universities need to consider, and can thus use the guide as a manual to help them pursue health promotion in the university.
Key concepts: health promotion, empowerment, university students, health and well-being.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð Skemman 3.pdf | 576.42 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |