is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24979

Titill: 
 • Átröskun : er von um bata? : rannsóknaráætlun á reynslu aðstandenda einstaklinga með átröskun af heilbrigðiskerfinu og þeim meðferðarúrræðum sem í boði eru.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar ritgerðar var að búa til rannsóknaráætlun til að kanna reynslu aðstandenda einstaklinga með átröskun af heilbrigðiskerfinu og þeim meðferðarúrræðum sem í boði eru. Engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi.
  Átröskun er langvinnur sjúkdómur sem ógnar lífi þess sem glímir við hann og hefur líkamlega, andlega og félagslega kvilla í för með sér. Sjúkdómurinn hefur ekki einungis áhrif á þann sem glímir við hann heldur einnig aðstandendur hans. Meirihluti þeirra sem glíma við sjúkdóminn fá meðferð á göngudeild. Helstu tilfinningar sem aðstandendur upplifa eru depurð, ótti, reiði og vonleysi. Oft vita aðstandendur ekki hvert þeir eiga að leita til að fá viðeigandi aðstoð og stuðning fyrir sig og þann sem glímir við átröskunina. Álag á aðstandendur er mikið því þeir eru í lykilhlutverki til að veita stuðning í baráttu hins veika við sjúkdóminn. Erlendar rannsóknarniðurstöður bentu til þess að þörfum aðstandenda einstaklinga með átröskun var ekki mætt á fullnægjandi hátt og þá skorti einna helst upplýsingar og stuðning frá heilbrigðisstarfsfólki.
  Við framkvæmd rannsóknarinnar er áætlað að notast við eigindlega rannsóknaraðferð á formi rýnihópa. Rýnihóparnir verða tveir: einn með þátttakendum frá höfuðborgarsvæðinu sem haldinn verður á Landspítalanum við Hringbraut og annar með þátttakendum frá Norðurlandi eystra sem haldinn verður á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Í heildina er áætlað að þátttakendurnir verði 16 talsins. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar vona rannsakendur að hægt verði að þróa meðferð um allt land sem mætir óskum og þörfum aðstandenda.
  Meginhugtök: Átröskun, Aðstandendur, Fjölskyldumeðferð, Hjúkrunarfræðingur, Heilbrigðisstarfsfólk.

 • Útdráttur er á ensku

  The main purpose of this thesis is to create a research proposal to explore the experience of family members of people suffering from eating disorders, of the health care system and available treatment options. No similar studies have been conducted in Iceland.
  An eating disorder is a chronic life-threatening disease that has physical, mental and social implications. The disease not only affects the person that lives with the disease but also members of their family. The majority of those struggling with the disease receive treatment at an outpatient clinic. The main feelings that family members experience are feelings of sadness, fear, anger and hopelessness. Often family members do not know where to go to get appropriate help and support for themselves and the person who struggles with the eating disorder. Family members suffer from a lot of stress as they play a key role in supporting their loved ones in the battle against the disease. Foreign studies have shown that the needs of family members of people suffering from eating disorders were not satisfactorily met, especially the shortage of information and support from healthcare professionals.
  The research proposal is to use qualitative research in the form of focus groups. There will be two focus groups, one with participants from the metropolitan area to be held at the University Hospital, Reykjavík and the other one of participants from the Northeast to be held in Akureyri Hospital. Overall, it is estimated there will be 16 participants in total. From the results of the study the researchers hope it will be possible to develop a treatment throughout the country that meets the desires and requirements of family members.
  Main concepts: Eating disorders, Family members, Family therapy, Nurse, Healthcare professionals.

Samþykkt: 
 • 6.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24979


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Átrsökun-tilbúið-prentútgáfa.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna