is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24980

Titill: 
 • Nú bráðliggur á : upplifun feðra í kjölfar bráðakeisara
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna upplifun feðra af bráðakeisara ásamt því að kanna hvaða áhrif upplifunin getur haft á sálræna líðan þeirra. Einnig er tilgangur hennar að kanna hvaða áhrif bráðkeisari getur haft á samband og samskipti feðra við maka sinn og barn. Rannsóknarspurning sem leitast verður við að svara er: Hver er upplifun feðra af bráðakeisara, hvaða áhrif hefur hún á sálræna líðan feðra og samband þeirra við maka og barn?
  Eldri rannsóknir sýna að flóknar tilfinningar og hugsanir eiga sér stað meðal feðra þegar tekin er ákvörðun um bráðakeisara. Feður sem ganga í gegnum bráðakeisara með maka sínum geta fengið áfall, ásamt því upplifa atburðinn sem mikinn streituvald, neikvæða og yfirþyrmandi reynslu sem leitt getur til langtíma áhrifa á sálræna líðan þeirra. Rannsóknir sýna að líkur eru á að feður þrói með sér þunglyndi og/eða áfallastreituröskun fái þeir enga aðstoð við að vinna úr áfallinu, en það getur leitt til neikvæðra áhrifa á samband þeirra við maka og barn.
  Þessi rannsókn byggist á eigindlegri aðferðafræði þar sem stuðst verður við Vancouver-skólann í fyrirbærafræði. Úrtakið verður úr þýði íslenskra karlmanna á aldrinum 25-45 ára sem lent hafa í bráðakeisara með maka sínum. Þróaður var viðtalsrammi með sjö hálfstöðluðum spurningum. Við vinnslu á viðtalsrammanum var tekið viðtal við föður sem gengið hafði í gegnum tvo bráðakeisara með eiginkonu sinni.
  Mikil þörf er á að rannsaka áhrif bráðakeisara á feður þar sem þeir fá litla sem enga fræðslu né eftirfylgd í mæðra, ung- og smábarnavernd. Einnig virðist heilbrigðisstarfsfólk og samfélagið ekki vera meðvitað um þau áhrif sem bráðakeisari getur haft á feður og fjölskyldur þeirra.

 • Útdráttur er á ensku

  This research proposal is a final dissertation leading to a B.Sc. degree in nursing from the University of Akureyri. The purpose of this study is to examine the affect a mother’s acute caesarean section has on the father. It explores the psychological impact of the experience. The objective is to explore the impact an acute C-Section can have on a father’s relationship with his spouse and child. Through research, we will attempt to answer the question: How do fathers experience an acute caesarean section and what effect does this experience have on their psychological well-being and their relationship with their spouse and child?
  Earlier studies have shown that complex feelings and thoughts occur among fathers when the decision of an acute caesarean section is made. Fathers can experience their partner acute caesarean section as a shock, powerful stress cause, negative and an overwhelming experience that can lead to long-term effects on psychological well-being. Studies show that it is likely the fathers may develop depression and/or PTSD if they receive no support, which can lead to negative effects on relationships with their spouses and child.
  This research is based on qualitative methodology with reference to the Vancouver school of Phenomenology. The sample includes Icelandic men aged 25-45, who experienced acute caesarean section with their partner. The frame for interviewing was developed with seven semi-standard questions. While processing the interview frame, an interview was conducted with a father who had gone through two acute caesarean sections with his wife.
  There is a great need to research the impact of acute caesarean sections on fathers, since they receive little or no support or follow-up as a part of that program for mothers and infants. It also seems that health professionals and the surrounding community are not aware of the impact that acute caesarean section can have on fathers and their families.

Samþykkt: 
 • 6.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24980


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nú bráðliggur á.pdf998.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna