en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24981

Title: 
 • Title is in Icelandic Hvað stendur til boða varðandi úrræði við fæðingarþunglyndi? : meðferðir við fæðingarþunglyndi
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Geðheilbrigði hefur mikið verið í sviðsljósinu á Íslandi undanfarin misseri. Þunglyndi er ein algengasta geðröskunin og er talið að um 350 milljón manns kljáist við þunglyndi á hverjum tíma um heim allan. Fæðingarþunglyndi hefur sömu greiningarskilmerki og þunglyndi en þau einkenni koma fram ýmist á meðgöngunni eða innan fjögurra vikna frá barnsburði. Erfitt er að alhæfa um algengi fæðingarþunglyndis en flestar rannsóknir benda til þess að algengt sé að á milli 10-15% þjáist af fæðingarþunglyndi á hverjum tíma. Þá eru ákveðnir þættir líkt og hjúskapastaða, saga um geðsjúkdóma og fleira sem eru taldir vera áhættuþættir fyrir fæðingarþunglyndi. Fæðingarþunglyndi hefur áhrif, ekki bara á þann sem upplifir það heldur einnig á börnin. Því er mikilvægt að grípa inn í aðstæðurnar og veita þá meðferð sem þörf er fyrir. En hvaða meðferðir standa til boða við fæðingarþunglyndi og hvenær hentar hvaða meðferð? Hvað stendur foreldrum á Íslandi til boða? Notast var við yfirlits rannsóknarsnið við skrif þessarar ritgerðar.
  Lyfjameðferð, samtalsmeðferð, hugræn atferlismeðferð og núvitund eru þær hefðbundnu meðferðir sem standa til boða. Lyfjameðferð og samtalsmeðferð hafa verið rannsakaðar mest af þessum rannsóknum og kemur á óvart hversu lítið er til af rannsóknum á hinum meðferðunum. Þegar kemur að óhefðbundnum meðferðum hafa meðferðir eins og jóga, hreyfing og ómega-3 fitusýrur verið skoðaðar. Á Íslandi er starfrækt svokallað FMB (Foreldrar Meðganga Barn) teymi sem sérhæfir sig í meðhöndlun fæðingarþunglyndis. Hins vegar er erfitt að afla upplýsinga um þau meðferðarúrræði sem standa til boða á Íslandi og er nauðsynlegt að auka sýnileika og fjölbreytni þeirra úrræða sem standa til boða.
  Lykilorð: Fæðingarþunglyndi, hefðbundin meðferð, óhefðbundin meðferð

 • Mental health has been in the spotlight in Iceland recently. Major depressive disorder is one of the most common mental disorders and approximately 350 million people worldwide are thought to suffer from depression at any given time. Postpartum depression has the same diagnostic criteria as major depressive disorder but those symptoms appear in the pregnancy or within four weeks of delivery. It is hard to generalize about the prevalence of postpartum depression but most studies indicate that it is between 10-15%. Postpartum depression doesn’t only affect the mother, it also has its effects on the children. Therefor it is important to step into the situation and provide the treatment that is needed. But what treatment is available for postpartum depression, and intervention which situation? What services are for parents in Iceland? In this paper the literature was review to answer these specific questions.
  Pharmacotherapy, psychotherapy, such as cognitive behaviour therapy and mindfulness are some of the conventional treatment that is available for those suffering from postpartum depression. Medication and psychotherapy have been researched the most and it comes as a surprise how little the other treatments have been researched. When it comes to alternative treatment, yoga, exercise and omega-3 fatty acids are treatments that have been studied to a limited extend. In Iceland there is a team called FMB (Parents Pregnancy Child) that specializes in treating postpartum depression. On the other hand it is hard to find information about those treatments that are offered in Iceland and therefor it is important to increase the diversity and visibility of those treatments
  Keywords: Postpartum depression, conventional treatment, alternative treatment

Accepted: 
 • Jun 6, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24981


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hjördís Arnarsdóttir.pdf682.8 kBOpenHeildartextiPDFView/Open