is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24986

Titill: 
 • Ávinningur landsbyggðarinnar af strandveiðum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Sjávarútvegurinn er stór hluti af lífsviðuværi margra smárra sjávarþorpa á Íslandi, og getur starfsemi veiða og vinnslu verið mikilvæg uppspretta atvinnu fyrir einstaklinga og tekna fyrir samfélög. Það er nauðsynlegt fyrir þessar smáu byggðir að hafa aðgang að sjálfbærum fiskveiðum til að geta framfleytt sér og sínum enda eru oft eru ekki margir aðrir valkostir í boði. Árið 2009 var sett á nýtt kerfi sem kallaðist strandveiðar, til að styrkja þessar smáu byggðir efnahagslega og greiða fyrir aðgang og nýliðun í sjávarútvegi. Almenn ánægja hefur verið með þessar veiðar í litlum bæjarfélögum, þó skortir upplýsingar varðandi tilteknar bætur til einstakra samfélaga og hvernig aflabrögð strandveiða hafa breyst í tímans rás.
  Markmið þessarar skýrslu er að kanna ávinning sjávarbyggða af strandveiðikerfinu og getu kerfisins til að styrkja byggðarlögin. Í skýrslunni eru einnig kannaðar leiðir til að betrumbæta kerfið þannig að aðgengi fyrir einstaklinga verði auðveldað og að það nýtist smærri byggðarlögum jafnvel enn betur en er í dag.
  Til að meta þessa þætti voru gögn frá Hagstofu Íslands og Reiknistofu Fiskmarkaðanna greind með það fyrir augum að átta sig á þeim verðmætum sem strandveiðiflotinn ber að landi. Meðalverð þorskafla frá strandveiðum voru borinn saman við meðalverð þorskafla annarra útgerðaflokka og hlutfall strandveiðiafla af heildarlöndunum í völdum höfnum kannaðar yfir mánuðina maí-ágúst. Að auki var spurningakönnun lögð fyrir mikilvæga hagsmunaaðila í þremur bæjarfélögum Bolungarvík, Bakkafirði og Grímsey til að kanna kosti strandveiða betur í þessum bæjarfélögum. Skriflegri könnun var dreift til fjögurra fulltrúa hagsmunaaðila í hverju bæjarfélagi þ.e.a.s. til bæjarstjóra/bæjarfulltrúa, hafnarstjóra, framkvæmdastjóra fiskmarkaðarins og verslunarstjóra matvöruverslunarinnar í bænum. Spurningakönnunin einblíndi á hvernig strandveiðar gætu bætt samfélögin, reynslu svarenda af strandveiðum í sinni atvinnugrein og framtíðarsýn strandveiða til að þjóna samfélögum sem best, sjá má spurningar í viðauka 1a-d.
  Niðurstöður sýndu að ákveðin samfélög virðast hafa meiri hag af strandveiðum en önnur. Þrátt fyrir að strandveiðar hafi tekist nokkuð vel að margra mati til að veita smábátasjómönnum tækifæri á að framfleyta sér hafa þær þó haft það orð á sér að vera ólympískar keppnisveiðar og hefur gæði aflans verið misjafn í gegnum tíðina og í ákveðnum höfnum. Strandveiðar hafa alla burði til að þjóna smærri byggðum vel s.s. með því glæða hafnirnar lífi, styðja við byggðaþróun og tryggja nýliðun í greininni; en niðurstöður þessarar skýrslu benda jafnframt til þess að með smávægilegum breytingar á þeim reglum sem gilda um strandveiðarnar gætu þær haft jafnvel enn meiri jákvæð áhrif á þau smærri samfélög kringum landið sem treysta á sjávarútveginn fyrir sínu lífsviðurværi.
  Lykilorð: Strandveiðar, sjávarbyggð, aðgangur, verðmæti, smábátaveiðar.

 • Útdráttur er á ensku

  The fishing industry is a big part of the livelihood of many small coastal towns in Iceland, and fishing and processing activities can be a critical source of employment for individuals and tax revenue for communities. It is necessary for these smaller settlements to be able to have continued access to sustainable fisheries in order to provide for themselves because there are often few other economic options available. In 2009, a new fisheries system called strandveiðar, “coastal fisheries,” was established to strengthen these small settlements economically and to facilitate recruitment of individual fishermen. The implementation of the strandveiðar system has generally been considered to be a success within the small coastal communities; concrete details regarding specific benefits of the system for individual communities have however been lacking.
  The aim of this paper is therefore to explore the specific aspects of strandveiðar in its ability to strengthen rural communities, and to identify management options that would ensure further access to fisheries for individuals and rural communities.
  The study was broken into two parts. Firstly, relevant data from Hagstofa Íslands “Statistics Iceland” and Reiknistofa Fiskmarkaðanna “Icelandic Fish Auction” was collected and analysed. The value of the strandveiðar catch was examined and the average prices of cod landed by the strandveiðar fleet were compared to national average prices. The proportion of the strandveiðar catch in total landings in specific harbours during the months of may-august was calculated as well. Secondly, three case-study communities of Bolungavík, Bakkafjörður and Grímsey were chosen to provide a more comprehensive examination of the benefits of strandveiðar. A written survey was distributed to four key community members in each village (n=11): the mayor, the harbourmaster, the fish market director, and a local shop owner. Survey questions focused on the specific benefits to the community, the respondents’ experiences with strandveiðar in his or her stakeholder role, and options for the future that could increase strandveiðar benefits to the community.
  The results show that certain communities benefit from strandveiðar more than others. While strandveiðar does successfully offer fishermen an opportunity to provide for themselves and their families, it does however have the reputation of being an Olympic-competition fishing system, and the quality of the catch has been uneven through time and by harbour. Survey respondents viewed the benefits of strandveiðar differently based on their role in the community. Strandveiðar has the potential to serve small communities well and minor changes in the management rules could even enhance the benefits the system has for communities who rely on small-scale fisheries.
  Keywords: Coastal fishing, coastal communities, access, value, small-scale fisheries.

Samþykkt: 
 • 6.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24986


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
04.04.2016.Lokaverkefni til BS gráðu í sjávarútvegsfræðum.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna