is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24988

Titill: 
  • Tengsl líðanar við svartíma á tilfinningahlöðnum Stroop prófum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meðgöngu- og fæðingarþunglyndi eru alvarlegar lyndisraskanir sem geta fylgt í kjölfar þungunar og barnsburðar. Rannsóknir hafa sýnt að allt að 10-15% nýbakaðra mæðra greinast með fæðingarþunglyndi. Ómeðhöndlað meðgöngu- og fæðingarþunglyndi getur haft gríðarleg áhrif á bæði móður og barn. Í dag eru nokkrar viðurkenndar leiðir notaðar til að skima fyrir fæðingarþunglyndi, meðal annars PHQ-9, PDSS og EPDS. Sjálfsmatskvarðar eru ef til vill ekki hentugir til skimunar fyrir meðgöngu- og fæðingarþunglyndi þar sem konur geta gert lítið úr þunglyndiseinkennum og þar af leiðandi svara þær ekki samkvæmt eigin líðan. Ef ekki er rétt staðið að skimun getur hún verið skaðleg fyrir konur og einungis helmingur þeirra sem þjást af þunglyndi fá viðeigandi aðstoð ef skimunin er ekki rétt framkvæmd. Því er mikilvægt að kanna hvort hægt sé að fara aðrar leiðir í skimun fyrir meðgöngu- og fæðingarþunglyndi. Rannsakendur hafa hannað hinar ýmsu útgáfur af Stroop prófum og ber þar helst að nefna svokallað tilfinningahlaðið Stroop próf en þar er markmiðið að kanna hvort að einstaklingar sem þjást af geðrænum kvillum séu með marktækt lengri eða styttri svartíma borið saman við einstaklinga sem ekki þjást af geðrænum kvillum. Mikilvægt er að huga að þáttum sem gætu haft áhrif á niðurstöður Stroop prófs og er hugræn virkni þáttur sem gæti ef til vill haft áhrif þar á, þ.e. kanna þarf hvort að Stroop próf sé næmt fyrir hugrænni virkni einstaklinga. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl líðan við svartíma á tilfinningahlöðnum Stroop prófum. Þátttakendur voru 21 einstaklingur, 5 karlar og 16 konur, á aldrinum 24-59 ára. Niðurstöður leiddu í ljós að samvirkni var marktæk (F(2,36) = 4,019, p = 0,027) þegar litið var til breytanna tegund Stroop og skor á þunglyndiskvarða, þeir sem skora hátt á þunglyndi truflast meira á neikvætt tilfinningahlöðnu Stroop prófi.

  • Útdráttur er á ensku

    Perinatal depression is a severe mood disorder that can occur during pregnancy and after birth. Studies have shown that 10-15% of new mothers are diagnosed with postnatal depression. Untreated perinatal depression can have enormous consequences on both mother and child. To day there are few recognized methods to screen for postnatal depression, e.g. PHQ-9, PDSS and EPDS. Self-rating scales might not be suitible screening scales for perinatal depression, because women can diminish their symptoms and not answer according to their feelings. If screening is not done appropriately it can be harmful for women and only half of those who suffer from depression get appropriate treatment. Therefore it is important to explore other alternative method of screening for perinatal depression. Researchers have developed various types of Stroop tests, primarily Emotional Stroop test, where the purpose is to explore if individuals that suffer from psychological disorders have either diminished or increased response time. It is important to keep in mind that various factors can influence results of Stroop tests and cognitive abilities are one of those factor that can have an impact, there for it is important to explore if Stroop test is sensitive to cognitive impairment. The purpose for this research is to explore the association between depression/anxiety and the response time on Emotional Stroop Test. There were 21 participants, 5 males and 16 females, between the ages of 24-59 years. Results showed that interaction effect was significant (F(2,36) = 4,019, p = 0,027) when looking at the variables type of Stroop and scores on depression scale, those who scored high on depression are more interfered on the Negative Emotional Stroop Test.

Samþykkt: 
  • 6.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24988


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengsl líðanar við svartíma á tilfinningahlöðnum Stroop prófum.pdf1.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna