is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24989

Titill: 
 • „Ég hef ekki tíma til að klára öll verkefnin sem mér eru ætluð“ : forprófun á spurningalista um vinnutengda streitu skólahjúkrunarfræðinga á Suðurlandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Vinnutengd streita er raunverulegt vandamál á meðal margra heilbrigðisstarfsmanna en er sjaldan rædd á meðal almennings þar sem hún fellur undir geðheilbrigði.
  Tilgangur þessa verkefnis var að forprófa spurningalista um vinnutengda streitu á meðal skólahjúkrunarfræðinga innan Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu). Notast var við megindlega rannsóknaraðferð við öflun gagna og lýsandi tölfræði við úrvinnslu þeirra. Um var að ræða spurningalista sem samanstóð af tíu spurninga útgáfu af streitukvarða Cohen, PSS-10, ásamt nokkrum spurningum frá rannsakendum sem sneru að bakgrunni og mögulegum áhrifaþáttum vinnutengdrar streitu skólahjúkrunarfræðinganna. Þýði rannsóknarinnar var þrettán skólahjúkrunarfræðingar sem starfa innan HSu en aðeins sjö þeirra svöruðu spurningalistanum. Leyfi fyrir forprófuninni var fengið frá framkvæmdastjóra hjúkrunar innan HSu.
  Niðurstöður leiddu í ljós að streita er raunverulegt vandamál á meðal þátttakendanna en 85,7% (n=6) þeirra voru yfir streituviðmiðum samkvæmt PSS-10 en 57,1% (n=4) fannst þeir vera stressaðir og sama hlutfall tengdi streituna við vinnuna. Aðeins einn þátttakandi reyndist undir streituviðmiðum samkvæmt PSS-10 og var hann sá eini sem ekki sinnti yngsta stigi í starfi sínu. Það var eini áhrifaþátturinn sem rannsakendur gátu tengt við streituna af þeim sem spurt var um í forprófuninni. Svör þátttakenda við opnum spurningum listans gefa til kynna að tímaskortur og vinnuálag séu mikilvægir áhrifaþættir þegar kemur að vinnutengdri streitu skólahjúkrunarfræðinga innan HSu.
  Þörf er á að betrumbæta spurningalistann fyrir frekari notkun hans til rannsókna en að mati rannsakenda er brýnt að gera frekari rannsóknir á vinnutengdri streitu á meðal skólahjúkrunarfræðinga á Íslandi.
  Lykilhugtök: skólahjúkrunarfræðingur, vinnutengd streita, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, áhrifaþættir.

 • Útdráttur er á ensku

  Work related stress is a serious problem among nurses working in health care but it is rarely discussed by the general public due to its connection to psychological wellbeing. The purpose of this essay was to pretest a questionnaire in regard to work related stress among school nurses working at the regional hospital in southern of Iceland (HSu). The methodology used in this research was quantitative methods and descriptive statistics was used in analysing the data.
  The questionnaire used was a combination of the PSS-10, the 10 item version of Cohens percieved stress scale with a few added questions from the researchers pertaining to the background and possible influencing factors of work related stress in school nurses. The population of the study was 13 school nurses that work at HSu but only 7 answered the questionnaire. Permission for the study was given by the Head of nursing at HSu.
  The results showed that stress is a real problem among the participants, 85,7% (n=6) of them reported that they were above normal stress levels according to the PSS-10. Four participants (57,1%) reported being stressed and the same ratio of participants believed there was a connection between stress and their work. Only one participant reported being under the normal stress levels according to the PSS-10. The only connection that could account for this was that the participant did not work with the youngest pupils.
  The answers to the open-ended questions of the questionnaire imply that workload and limited time are causes of work related stress among school nurses working at HSu.
  The questionnaire needs to be improved for further use in research but it is the opinion of the researchers that it is imperative to conduct further research on work related stress among school nurses in Iceland.
  Key words: school nurses, work related stress, Health Care Institution of South Iceland, influencing factors.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1.6.2018.
Samþykkt: 
 • 6.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24989


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf45.57 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf73.42 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf558.52 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Lokaskil.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna