is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2499

Titill: 
 • Réttindi og þarfir barna eftir skilnað
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftirfarandi verkefni er ætlað að gefa lesanda þess sýn á þróun forsjármála á Íslandi. Í upphafi er skoðuð þróun forsjármála á Íslandi, hvernig forsjárfyrirkomulag hefur breyst frá því að möguleiki á sameiginlegri forsjá var leiddur í lög árið 1992 og síðan gerður að almennri reglu við skilnað árið 2006. Einnig er litið til þeirra breytingatillagna sem eru til umræðu í dag eins og þá að barn geti mögulega haft lögheimili hjá báðum foreldrum.
  Til þess að fá betri mynd af því hvað bíður barna og foreldra eftir skilnað, skoðaði ég samsettar fjölskyldur og helstu vandamál sem líkleg eru til þess að koma upp í slíku fyrirkomulagi. Einnig skoðaði ég sameiginlega forsjá og tvískipta búsetu. Hvað felst í sameiginlegri forsjá og er hún alltaf besta leiðin? Einnig er horft til þess hvernig börn aðlagast eftir skilnað, hvort samskipti við báða foreldra séu alltaf nauðsynleg og hvort það geti verið skaðlegt fyrir börn að búa jafnt til skiptist hjá báðum foreldrum?
  Að lokum fjalla ég um viðbrögð barna við áföllum eins og skilnaði foreldra. Hvernig syrgja börn og hvernig á að koma fram við barn í sorg? Hvað geta foreldrarnir og aðrir mikilvægir einstaklingar í lífi barns gert til þess að styðja við barnið í sorgarferlinu og aðstoða það?
  Mín niðurstaða er sú að það skiptir mestu máli að koma hreint fram við börn þegar þeim er sagt frá því að skilnaður hafi verið ákveðinn. Það er mikilvægt að gera börnunum grein fyrir því að skilnaðurinn sé ekki þeirra sök og að það sé ekkert sem þau getir gert til þess að koma í veg fyrir að skilnaðurinn eigi sér stað. Einnig er mikilvægt að börnin fái góðar upplýsingar um það hvað komi til með að gerast í kjölfarið. Hvert flytur pabbi eða mamma? Þurfa börnin að flytja eða skipta um skóla? Síðan er það foreldrana að sýna styrk og ábyrgð með því að blanda ekki börnunum inn í sín ágreiningsmál. Jákvætt viðhorf þess foreldris sem barnið býr hjá til samvista barnsins við hitt foreldrið auðveldar barninu aðlögun og dregur úr árekstrum.

Samþykkt: 
 • 7.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2499


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skilnaður lokaverkefni.pdf318.13 kBOpinnRéttindi og þarfir barna eftir skilnað, heildPDFSkoða/Opna