is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24991

Titill: 
 • Lífsánægja unglinga og samskipti við foreldra og fjölskyldu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Lífsánægja er hugarástand sem byggist á mati á þeirri ánægju og gleði sem einstaklingar upplifa, vitsmunalega og tilfinningalega og segir til um hversu vel einstaklingnum líkar við líf sitt. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl lífsánægju unglinga og samskipta við foreldra, fjölskyldu og stuðnings fjölskyldu, einnig voru skoðuð áhrif fjölskyldugerðar og fjárhagsstöðu fjölskyldu á lífsánægju þeirra. Notast var við gögn úr alþjóðlegri rannsókn Health Behavior in School-age Children (HBSC) sem safnar upplýsingum um heilsu, velferð og félagslegt umhverfi 11 til 15 ára unglinga. Þátttakendur voru grunnskólanemendur í 10. bekk á Íslandi veturinn 2013/14. Lífsánægja þeirra var mæld á lífsánægjustiga Cantril og var meðaltalið 7,5 með staðalfrávikið 1,9 og tíðasta gildið 8 þannig að lífsánægja þátttakenda telst almenn vera góð. Notast var við fjölbreytu aðhvarfsgreiningu til þess að ákvarða tengsl lífsánægju við fjölskyldubreytur. Mest áhrif komu fram hjá stelpum og samskiptum við fjölskyldu en þau útskýrðu 24,6% af breytileika lífsánægjustigans hjá þeim en 12,9% hjá strákum. Hjá strákum komu mestu áhrifin fram í samskiptum við foreldra en þau útskýrðu 13,9% af breytileika lífsánægjustigans hjá þeim en 19,6% hjá stelpum. Minnst áhrif á lífsánægju þátttakenda höfðu fjölskyldugerðir en þær útskýrðu 4,1% af breytileika lífsánægjustigans. Lífsánægja stráka mælist hærri en stelpna og fjölskyldubreytur hafa minni áhrif á lífsánægju stráka. Samskipti hafa mun meiri þýðingu fyrir lífsánægju stelpna en stráka.
  Lykilorð: Fjölskylda, HBSC, lífsánægja, samskipti, unglingar.

 • Útdráttur er á ensku

  Life satisfaction is a state of mind based on an assessment of the satisfaction and joy that people experience intellectually and emotionally. As such, it provides an indication of how well an individual will enjoy during his/her life. The goal of this study was to explore how the life satisfaction of teenagers was influenced by communication with their parents and family.
  The study also explored the effects of family structure and the financial situation of the family on teenager´s perceptions of life satisfaction. Data were abstracted from the Health Behavior in School-Age Children (HBSC) report, a collaborative, four-yearly, cross-national self-report survey that collects data on health and well-being, social environments and health behaviours from 11, 13 and 15-year-olds in 42 countries and regions. Participants in the study were elementary school pupils in 10th grade. Data were collected during classes in Iceland from
  Sept 2013-June 2014 using the Cantril ladder, a visual analogue scale. The mean was 7.5 with a standard deviation of 1.9 and the mode was 8. This indicated that the life satisfaction of Icelandic participants was considered to be generally good. Data were analysed using multiple
  regression analysis to determine the relationship between life satisfaction and family variables. In the study, 24.6%* of girls and 12.9% of boys reported communication with family had the most influence on life satisfaction while 19.6% of girls and 13.9% of boys reported communication with parents had the most influence on life satisfaction. At 4.1%, family types had the least impact on life satisfaction. Boys reported higher life satisfaction than girls, and family variables had less impact on their life satisfaction. Communication influenced life satisfaction for girls more than it did for boys.
  Keywords: Family, HBSC, Life satisfaction, communication, teenagers.

Samþykkt: 
 • 6.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24991


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lífsánægja unglinga og samskipti við foreldra og fjölskyldu.pdf641.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna