is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24994

Titill: 
 • Leikræn tjáning sem kennsluaðferð
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þetta lokaverkefni okkar til B.Ed. -prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri er tvíþætt; annars vegar fjöllum við um sögu leikrænnar tjáningar frá erlendum grunni þar til hún kom til Íslands á 8. áratug síðustu aldar, og hins vegar um leikræna tjáningu sem kennsluaðferð og gildi hennar í ljósi fræða og námskenninga, ásamt kostum hennar og göllum. Einnig munum við fjalla um skólastefnuna skóla án aðgreiningar og velta fyrir okkur hvernig leikræn tjáning sem kennsluaðferð fellur undir hana.
  Nokkrar aðalnámskrár eru til umfjöllunar í ritgerðinni og er rýnt í þær með tilliti til leikrænnar tjáningar og þeirrar þróunar sem varð á kennsluaðferðinni á tímabilinu 1976 til 2013. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á notkun leikrænnar tjáningar og viðhorfum til hennar sem kennsluaðferðar eru allnokkrar og benda niðurstöður þeirra til þess að kynningu og kennslu í kennaranámi á leikrænni tjáningu sem kennsluaðferð og þekkingu kennara á henni sé ábótavant. Til þess að leikræn tjáning sem kennsluaðferð fái að blómstra, þurfa viðhorf kennara og menntastofnana til ávinningsins af notkun hennar í grunnskólum landsins að breytast. Notkun leikrænnar tjáningar í kennslu fellur vel að öllum grunnþáttunum sem lýst er í núgildandi aðalnámskrá; læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindum, jafnrétti og sköpun, auk þess sem hún þjálfar nemendur í að vera ábyrgir og heilsteyptir samfélagsþegnar.
  Leikurinn er, samkvæmt fræðimönnum, undirstaða náms og þroska barna og ungmenna. Leikræn tjáning byggir á hugmyndum leiksins og gildi hans sem kennsluaðferðar. Er það því von okkar að viðhorf til leikrænnar tjáningar sem kennsluaðferðar þróist til betri vegar þar sem kostir hennar og ávinningur eru of góðir til að sleppa henni. Niðurstöður okkar eru þær að leikræn tjáning sé vannýtt kennsluaðferð og að fjölbreytilegir möguleikar hennar þurfi að fá meira vægi í skólastarfi.

 • Útdráttur er á ensku

  The following essay is a final assignment for a B.Ed. degree at the faculty of Education at the University of Akureyri. The subject addressed in the essay is twofold: We start by focusing on the history of drama in education, in international as well as in Icelandic context. Then we focus on drama as a teaching method, its value in light of theoretical knowledge, for example with respect to various learning theories, and its advantages and disadvantages when used in teaching. In addition, we discuss how drama as a teaching method relates to the ideology that inclusive education is based on. In the essay, the national curriculum is discussed in historical context with regard to drama as a teaching method, starting by focusing on the national curriculum published in 1976 and ending with the one published in 2013.
  Researches into the use of drama as a teaching method are quite few, but most of them seem to indicate that the presentation of using drama as a method in teaching is lacking in teacher education. Based on the literature presented in this essay, our main findings are that in order for drama to be able to flourish as a teaching method in compulsory schools the views of teachers and educational institutions need to change. The use of drama in teaching fits well with all the fundamental pillars of education, as these are described in the national curriculum, that is: literacy in the widest sense, education towards sustainability, health and welfare, democracy and human rights, equality and creativity. In addition, using drama in teaching promotes students to becoming more responsible and active members of society, which is another aspect of education emphasized in the current national curriculum. According to research learning through play is the foundation of child and youth development and drama as a teaching method is grounded in the values of learning through play.
  It is our hope that drama as a teaching method will gain higher status within the educational system because in our view the benefits and advantages of using it are too good to be ignored. Our conclusion is that teachers and school administrators tend to overlook drama as a teaching method, and that the diverse possibilities that the method offers in teaching need to gain more weight in schools.

Samþykkt: 
 • 6.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24994


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerðklár.pdf439.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna