is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25003

Titill: 
 • Gleymdir feður : reynsla íslenskra feðra af fæðingarþunglyndi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur hennar er að kanna hver reynsla íslenskra feðra er af fæðingarþunglyndi. Fæðingarþunglyndi mæðra er vel þekkt viðfangsefni og eru þær skimaðar í ung- og smábarnavernd. Þrátt fyrir að erlendar rannsóknir sýni að 4-25% feðra fái einnig fæðingarþunglyndi eru þeir ekki skimaðir kerfisbundið og virðist fæðingarþunglyndi feðra því ekki viðurkennt vandamál hvorki á meðal heilbrigðisstarfsfólks né almennings hér á landi. Fæðingarþunglyndi feðra hefur neikvæð áhrif á samskipti við maka, tengslamyndun þeirra við barn sitt og á hegðun og líðan barnsins í framtíðinni. Ýmsir áhættuþættir virðast auka líkurnar á því að feður þrói með sér fæðingarþunglyndi. Fyrri saga um þunglyndi, meðgöngu- og/eða fæðingarþunglyndi móður, hjúskaparstaða, gæði sambands foreldra, aldur föður, kynþáttur, skortur á félagslegum stuðningi og dvöl barns á vökudeild getur allt átt þátt í að ýta undir vandann hjá feðrum. Fæðingarþunglyndi feðra ætti að vera hægt að greina og fyrirbyggja ef vilji er fyrir því í heilbrigðiskerfinu, foreldrum og börnum til góða.
  Rannsóknaraðferðin sem notast verður við er eigindleg rannsóknaraðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Þátttakendur verða íslenskir feður sem nýlega hafa eignast barn og er miðað við að barnið sé ekki eldra en 12 mánaða. Tekin verða djúpviðtöl og þau greind í þemu samkvæmt aðferðafræði Vancouver-skólans.
  Hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu til að sinna forvörnum og veita fræðslu til almennings um fæðingarþunglyndi feðra. Teljum við að með umfjöllun um málefnið sé betur hægt að koma til móts við og sinna þessum hóp feðra.
  Lykilhugtök: fæðingarþunglyndi, faðir, maki, barn, fræðsla, hjúkrun

 • Útdráttur er á ensku

  This research proposal is a thesis towards a B.S. degree in nursing from the University of Akureyri. The aim of the research is to gather information about the experience of Icelandic fathers with postpartum depression. Postpartum depression is a well-known problem with mothers after birth and they are there for screened by nurses in the regular baby checkup. Even though research show that 4-25% fathers also suffer from postpartum depression they are not routinely screened and paternal postpartum depression (PPD) seems to be a problem of non-significance to healthcare providers and general public in Iceland. Paternal PPD has a negative effect on marital relationship, the father-infant bonding and the child’s behavior and emotional well-being in the future. Many risk factors have been associated to the likelihood of a father developing PPD. History of depression, partners pre- and postpartum depression, marital status, relationship quality, paternal age, race, lack of social support and baby’s admission to a neonatal unit can all contribute to the development of paternal PPD. Paternal PPD is a problem that should be well diagnosable and preventable if there is a willingness to do so by the healthcare system to benefit both parents and child. This is a qualitative study with data gathered by interviewing Icelandic fathers who have suffered from PPD after fathering a child within the last 12 months. The interviews will be analyzed using the Vancouver School of doing phenomenolog.
  Nurses are in a key position to conduct prevention and education to the public about postpartum depression in fathers. We believe that by increasing the coverage of these issues, we will be more able to cater to and handle this group of fathers.
  Keywords: Postpartum depression, father, spause, child, education, nursing

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 31.5.2018.
Samþykkt: 
 • 6.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25003


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gleymdir feður - Reynsla íslenskra feðra af fæðingarþunglyndi.pdf704.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf87.42 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf193.74 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf140.59 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna