is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25010

Titill: 
 • Kynjahlutföll í kvikmyndum : hlutverk kvenna í kvikmyndum og kvikmyndagerð
Skilað: 
 • Apríl 2016
Útdráttur: 
 • Konur eru helmingur mannkyns sem ekki er alltaf greinilegt þegar horft er á fjölmiðla, hvort sem um er að ræða kvikmyndir, sjónvarp eða annað. Lengi vel hefur verið mikill kynjahalli í kvikmyndum en þó virðist það ekki alltaf hafa verið þannig – á tímum þöglu kvikmyndanna voru konur áberandi í kvikmyndaiðnaðinum. Er fjárframlög jukust var þeim ekki lengur treyst til kvikmyndagerðar og því ýtt að mestu leyti úr geiranum.
  Markmið þessarar ritgerðar er að skoða staðalímyndir kynjanna, kynjahlutföll í kvikmyndaiðnaðinum, mýtur sem viðhalda skökkum kynjahlutföllum og þau áhrif sem þetta hefur á samfélagið, sérstaklega á börn. Einnig verður Bechdel-prófið tekið fyrir og útskýrt sem tæki fyrir feminista til þess að greina hlutverk kvenna í kvikmyndum. Í Bechdel-prófinu er spurt hvort að það séu fleiri en tvær konur í kvikmyndinni, hvort að þær tali saman og ef svo er hvort að samtalið snúist um annað en karlmann. Að lokum verður fjallað um Star Wars myndirnar og kynjahlutföll í þeim, en þær hafa verið geysivinsælar og hafa haft mikil áhrif. Verður þá einblínt sérstaklega á nýjustu myndina, Star Wars: The Force Awakens, vegna gífurlegra vinsælda hennar. Hefur hún fengið hylli fyrir fjölbreytt leikaraval og verður það skoðað nánar með tilliti til Bechdel-prófsins.
  Niðurstöðurnar rannsóknarinnar leiddu í ljós að þó að kvikmyndageirinn sé að þokast í rétta átt en þarf mikið að breytast til að kynjahlutföllin verði nálægt því að vera jöfn. Það er engum hollt að geta ekki samræmt sig neinni persónu í afþreyingarefninu sem stendur til boða og hefur það slæm áhrif. Stelpur sem horfa mikið á sjónvarp og kvikmyndir finnst þær hafa mun færri framtíðarmöguleika en strákar, og drengir sem horfa mikið á sjónvarp eru líklegri til þess að líta niður á stelpur og konur en þeir sem horfa lítið á sjónvarp.

 • Útdráttur er á ensku

  Women are half of humankind, but that is not always clear when looking at the media, whether it be movies, television or something else. For a long time there has been a gender deficit in movies but this seems to have not always been the case – during the time of the silent movies women were prominent in the film industry. But when more capital began to be put into making movies women were no longer trusted to be filmmakers and were mostly pushed out of the industry.
  This essay has the goal of looking at gender stereotypes, gender ratio in the movie making industry, myths that maintain the deficit of women in movies and the impact this has on society, especially on children. The Bechdel test will be explained and discussed as a tool for feminists to analyse women’s roles in movies, but the Bechdel test asks if there are more than one woman in the movie, if they talk together and if so whether they talk about anything other than a man. Finally the Star Wars movies will be discussed, they have been amazingly popular and have had much impact, and the gender ratio in those movies will be looked at. The focus will be on the newest one, Star Wars: The Force Awakens from 2015, which has been popular beyond belief. The movie has been praised for its diversity when it comes to the choice of actors and this will be looked at closely with help from the Bechdel-test.
  The result was that even if things in the movie industry are moving at the speed of a snail in the right direction a lot needs to change before the gender ratio gets even close to being even. It is not healthy for anyone to not be able to identify with any character in the entertainment that is available and this has bad effects. Girls that watch a lot of television and movies think that they have fewer opportunities in the future than boys, and boys that watch a lot of television are more likely to look down on girls than boys that don‘t watch a lot of television.

Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25010


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Olga BA loka.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna