is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25012

Titill: 
 • Vörn gegn UV geislum og önnur eftirsóknarverð lífvirkni í örþörungum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftirsóknarverð lífvirkni örþörungategundanna Chlorella sp. og Phaeodactylum tricornutum var mæld með tilliti til andoxunar- og bólguhamlandi virkni, auk þess sem sett var upp ný aðferð til mælingar á LhcSR3 próteininu sem þekkt er fyrir vernd gegn útfjólubláum geislum sólar og var megin áhersla lögð á þær mælingar. Samanburður var gerður á aðferðum við sjokkmeðhöndlun þörunga við lok vaxtarfasa, svo og útdráttaraðferðum, þar sem að notast var við fosfat-buffraða saltlausn, etanól og hexan sem leysa. Mælingar á heildar andoxunarvirkni sýndu hæstu andoxunarvirkni eða sem nam 113,69 µg/ml í Chlorella sp. við etanól útdrátt og glúkósa sjokkun við lok vaxtarfasa. Virkni radikala hreinsunar var mæld með 2,2-Diphenyl-1-picrylhydrazyl aðferð og mældist virkni radikala hreinsunar um eða yfir 40% í öllum sýnum. Bólguhamlandi virkni var mæld með hindrun ensímsins 5-lipoxygenase og sýndu niðurstöður mælinga í P. tricornutum sýnum að mest hindrun ensímsins fékkst við útdrátt með fosfat-buffraðri saltlausn.
  Niðurstöður mælinga á LhcSR3 próteininu með sérhæfðum mótefnum bentu til þess að báðar örþörungategundirnar tjái próteinið.
  Í samantekt benda niðurstöður mælinga ekki til meiri virkni í annarri þörungategundinni samanborið við hina en vísbendingar voru um að útdráttur með fosfat-buffraðri saltlausn skilaði meiri virkni en útdráttur með etanóli og hexan.
  Lykilorð: örþörungar, andoxunarvirkni, bólguhamlandi virkni, UV geislar, LhcSR3 protein

 • The bioactivity in Chlorella sp. and Phaeodactylum tricornutum microalgae was measured with respect to antioxidant- and anti-inflammatory activity. Also, a new method was applied for investigating the presence of the LhcSR3 protein that has been related to ultraviolet protection in various organisms.
  A comparison was made in terms of extraction methods, where phosphate-buffered saline, ethanol and hexane were used as solvents, and also between shock treatments of microalgae cultures prior to harvesting.
  Antioxidant activity was measured using total antioxidant capacity assay with the highest activity of 113,69 µg/ml found in Chlorella sp. following glucose shock treatment and ethanol extraction. Radical scavening activity using the 2,2-Diphenyl-1-picrylhydrazyl assay showed scavening of 40% and above mesured in all samples. Anti-inflammatory activity was determined in P. tricornutum using the 5-lipoxygenase assay with the most efficient inhibition detected in samples using phoshate-buffered saline for extraction of the activity.
  Results from the enzyme-linked immunosorbent assay using specific antibodies against the LhcSR3 protein indicated that both microalgae species expressed the protein.
  Overall, no clear differences in bioactivity were observed in samples derived from the two microalgae species. However, slight differences in activity were observed when the extraction solvents were compared, with indications of the phosphate-buffered saline being more efficient than ethanol and hexane.
  Keywords: microalgae, antioxidant activity, anti-inflammatory activity, UV radiation, LhcSR3 protein

Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25012


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vörn gegn UV geislum og önnur eftirsóknarverð lífvirkni í örþörungum.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna