is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25013

Titill: 
 • Líffæragjöf er lífsgjöf : sálræn líðan líffæraþega í kringum líffæraígræðslu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að skoða sálræna líðan og lífsgæði líffæraþega í kringum líffæraígræðslu. Rannsóknarsniðið var kerfisbundin og ítarleg heimildaleit að rannsóknum og greinum um sálræna líðan líffærþega og lífsgæði þeirra. Að auki var tekið viðtal við hjúkrunarfræðing á ígræðsludeild Landspítalans í Reykjavík. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að sálræn líðan líffæraþega einkenndist gjarnan af kvíða og þynglyndi í kringum líffæraígræðslu. Mikið tilfinngarót er meðal líffæraþega á ferli ígræðslunnar og sýna rannsóknir fram á marktæka fylgni á milli kvíða og biðtíma líffæraþega eftir líffærinu. Biðin eftir líffæri getur varað í marga mánuði og í sumum tilfellum mörg ár. Mikil vöntun er á líffærum til ígræðslu á Íslandi og á heimsvísu og lengist því biðlisti eftir líffæragjöf ört. Hræðsla vegna höfnunar líkamans á ígrædda líffærinu er mikil og er sú hræðsla ein af orsökum sálrænna veikinda líffæraþega. Aukaverkanir ónæmisbælandi lyfja eru einnig stór áhrifavaldur sálrænnar vanlíðanar líffæraþega. Ónæmisbælandi lyf eru nauðsynleg meðferð fyrir líffæraþega til að fyrirbygga höfnun líkamans á ígrædda líffærinu. Aukaverkanir lyfjanna geta verið mjög miklar og alvarlegar. Rannsóknir sýna fram á að þær aukaverkanir eru oft á tíðum aðdragandi kvíða og þunglyndis líffæraþega. Það hvernig sjúklingar meta lífsgæði sín eftir líffæraígræðslu virðist haldast í hendur við sálræna líðan. Það kom fram að margir líffæraþegar upplifa ferli ígræðslunnar sem jákvætt tímabil og sé það vegna bættra lífsskilyrða eftir ígræðsluaðgerð. Niðurstöður sýna að með mikilli eftirfylgd og með því að hafa sálfræðileg próf og mælitæki sem part af reglulegum læknisskoðunum væri ef til vill hægt að auka líkur á betri lífsgæðum líffæraþega.
  Lykilorð: Líffæraígræðsla, biðlisti, líðan líffæraþega, lífsgæði líffæraþega.

 • Útdráttur er á ensku

  The goal of this study was to look at the psychological well-being and the quality of life of transplant patients. A thorough analysis of studies and articles was carried out. In addition, due to limited resources on Icelandic transplant patients; a RN from the transplant department of Landspítalinn in Reykjavík was interviewed as an expert informant. The results of the study were demonstrated that transplant patients would often be experienced symptoms of anxiety and depression in the transplant process. Transplant patients were experiencing a lot of emotional upheaval and studies were demonstrated a significant correlation between anxiety and being on the waiting list for an organ. The wait for an organ can last for months and sometimes years. There is a major shortage of organs for transplantation in Iceland and globally, meaning that organ waiting lists increase rapidly. Side effects of the immunosuppressant mediations are also a significant factor in creating psychological distress in transplant patients. Immunosuppressants are necessary for treatment of transplant patients to prevent the body from rejecting the transplanted organ. Side effects of these drugs can be very serious and severe. Research showed that the side effects can often become a prelude to anxiety and depression in transplant patients. How patients assess their quality of life after organ transplantation seems to go hand in hand with their psychological well-being. It was observed that many transplant recipients experience the process of implantation as a positive period and that it is due to improved living conditions after the transplant operation. The study showed that the psychological well-being of a transplant patients can have a significant effect on their hopes of recovery hopes. It is concluded that with good follow-ups and by integrating psychological tests into regular doctors check ups, the likelihood of a better quality of life for transplant patients can be increased.
  Keywords: Solid organ transplant, the waiting list, transplant patiens, quality of life.

Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25013


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA.verkefni-Petra Þóðardóttir.pdf511.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna