Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25015
Í þessari ritgerð verður leitast við að svara spurningum tengdum lyfjakostnaði og gerð frekari greining á kostnaði sem fellur til vegna lyfjaumsýslu. Leitast verður við að greina aukningu eða minnkun á lyfjakostnaði innan kerfisins í heild og fyrir hvern sjúkling. Leitast verður við að greina hvort innleiðing á Alfa hugbúnaðinum hafi verið réttlætanleg og athugun á hagræðingu henni tengdri er þá sérstaklega höfð í huga.
Margar ástæður í umhverfinu geta orsakað að skipulagsheildir þurfi að innleiða breytingar en þær geta sem dæmi verið tækni, lagabreytingar, umhverfi og fleira eins og tekið er fram í PESTLE greiningu. Þegar lyfjakostnaði á hvern einstakling sem fær lyf hjá ÖA er deilt niður á heildarlyfjakostnað sést að kostnaður hefur minnkað á milli ára, en staðfesting var gerð á fylgni með aðhvarfsgreiningu. Sýnt er fram á að með notkun hugbúnaðarins eykst meðal annars hagræðing og gagnsæi á lyfjanotkun.
Út frá niðurstöðum verkefnisins má álykta að meðferð og skráning lyfja er ábótavant á Íslandi og margar ástæður liggja þar að baki, en greinilegt er að standa þarf betur að skráningu lyfja en gert er í dag. Hægt væri að ná fram hagræðingu í lager- og birgðahaldi, minnka förgun lyfja og auka öryggi við meðferð lyfja o.s.frv. Því er mælt með því að innleiða Alfa hugbúnað í öll ríkisrekin fyrirtæki sem nota lyf, þá væri hægt að hafa sameiginlegan gagnagrunn fyrir öll lyfjakaup ríkisrekinna fyrirtækja í landinu. Þar með væri hægt að hafa innkaupastjóra sem sæi um að fá tilboð frá apótekum og panta í gegnum sameiginlega innkaupasíðu en með því væri hægt að ná fram meiri hagræðingu en gerist í dag.
Lykilorð: Rafræn skráning, innleiðing, tækni, lyf, öldrun.
The following thesis attempts to answer questions related to pharmaceutical costs and further analysis of the costs incurred in drug administration. The aim seeks to detect an increase or decrease in the cost of medicinal products over time within the purchase system as a whole and for each patient. Furthermore the thesis investigates whether implementation of the Alfa software is justifiable elsewhere and examination of optimization within the system especially kept in mind.
Some elements in the environment need to be considered concerning the organizations and changes, e.g. legislation, technology and environmental factors need to be implemented as shown in the PESTLE analysis. When pharmaceutical costs per patient receiving the drugs in ÖA is divided by the total drug cost one can see that costs have gradually decreased between years, but the confirmation complied with regression analysis. The utilization of the Alfa software demonstrates rationalization and transparency in the administration of drugs. The results of the project suggest that treatment and registration of drugs is lacking in Iceland and no single reason explains how, but it is obvious that these operations need better registrations procedures than the current ones. The efficiency in stock and inventory control needs to be optimized for future development in order to reduce disposal of drugs and safety of drug therapy. One of the conclusions is the recommendation to implement Alfa software in all state-owned companies that could have a common database for all drug purchases.
Keywords: Electronic registration, implementation, technology, medicine, aging.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LOK2106_Rannveig_Lára_Sigurbjörnsdóttir.pdf | 1.92 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Efnisyfirlit.pdf | 311.22 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildaskrá.pdf | 504.42 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna |