is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25016

Titill: 
 • Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt : viðhorf hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku í garð vímuefnaneytenda og reynsla af hjúkrun þeirra.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknaráætlun þessi er unnin til B.S gráðu við heilbrigðisvísindasvið í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Fyrirhuguð rannsókn hefur þann tilgang að rannsaka viðhorf hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku gagnvart vímuefnaneytendum og reynslu af hjúkrun þeirra. Hvort þeir hafi hlotið fræðslu um hjúkrun vímuefnaneytenda og hvort þörf sé á aukinni fræðslu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að aukin fræðsla og menntun til hjúkrunarfræðinga er ábótavant þar sem þeir eru í lykilaðstöðu til að veita vímuefnaneytendum faglega hjúkrun.
  Vímuefnaneytendum fer fjölgandi hér á landi og eru þessir einstaklingar með flókinn vanda og þarfnast krefjandi hjúkrunar. Bráðamóttaka er oft þeirra fyrsti viðkomustaður í leit að aðstoð með sín mál. Í rannsókninni verður áhersla lögð á reynslu og viðhorf hjúkrunarfræðinga í garð vímuefnaneytenda sem koma á bráðamóttöku. Ástæða þykir að gera þessa rannsókn þar sem reynsla og viðhorf hjúkrunarfræðinga á Íslandi eru óljós en ekki hefur verið gerð rannsókn um þetta málefni hér á landi. Rannsókn þessi gæti leitt í ljós hvort þörf er á frekari fræðslu meðal starfandi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, ásamt því að auka líkur á að hjúkrunarnámið verði bætt svo nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar séu tilbúnir að takast á við málefni vímuefnaneytenda.
  Notast verður við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem óstöðluð viðtöl verða tekin við hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Það er einlæg ósk höfunda að hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku geti veitt vímuefnaneytendum faglega hjúkrun og sýnt þeim umhyggju sem einstaklingum án fordóma.
  Lykilhugtök: hjúkrunarfræðingar, vímuefnaneytendur, fordómar, viðhorf, reynsla, fræðsla og hjúkrun.

 • Útdráttur er á ensku

  This research proposal is for a B.Sc. degree at the School of Health Sciences in the Faculty of Nursing at the University of Akureyri. The proposed research has the purpose of studying the attitude of nurses in the emergency room toward drug addicts and the experience of nurses when receiving drug addicts to the emergency room. Whether they have received
  information about the care of drug users and the need for increased education. Studies have shown that additional information and education for nurses is lacking since they are in key position to provide drug addicts with professional care. The number of drug addicts in this country is growing and these are individuals with a complex problem in the need of challenging nursing care. The emergency room is often their
  first stop to reach out for help with their problems. This research focuses on the experience and attitude of nurses toward drug addicts that arrive at the emergency room. Research is necessary because the experience and attitude of nurses in Iceland is unclear since there has
  not been a research on this matter in this country. This research may reveal the need in additional information among employed nurses in the emergency room as well as how it could be added to the nursing program so newly graduated nurses are prepared to deal with the issues of drug addicts. Qualitative research will be used as unstructured interviews will be carried out with nurses in the emergency room. It is the sincere wish of the authors that nurses in the emergency room can receive drug addicts and provide professional nursing care and warmth towards the individual.
  Key words: nurses, drug addicts, prejudice, attitude, experience, education and nursing.

Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25016


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.pdf782.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna