is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25020

Titill: 
 • Með lífið í lúkunum á hverri vakt : upplifun hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeildum Landspítalans af álagi og ábyrgð í starfi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fáar íslenskar rannsóknir eru til um hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeildum og hvaða áhrif álag og ábyrgð í starfi hefur á upplifun þeirra en samkvæmt erlendum rannsóknum eru hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeildum í hættu á að upplifa einkenni starfstengdrar streitu og kulnunar í starfi. Hefur það verið tengt við vinnuálag og margþætt ábyrgðarhlutverk.
  Tilgangur þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á upplifun hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeildum Landspítalans með tilliti til álags og ábyrgðar í starfi. Einnig var tilgangur rannsóknarinnar að skoða áhrif starfstengdrar streitu, viðhorf til atvikaskráninga og hugmyndir að úrbótum á starfsumhverfi á gjörgæsludeildum.
  Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem stuðst var við fyrirbærafræði Vancouver-skólans. Þátttakendur voru valdir með sjálfboðaliðaúrtaki og tekin voru hálfopin viðtöl við fjóra hjúkrunarfræðinga með að lágmarki fimm ára starfsreynslu á gjörgæsludeildum Landspítalans. Viðtölin voru greind í þemu og undirþemu ásamt því að vera sett upp í greiningarlíkan. Yfirskrift greiningarlíkansins er „Með lífið í lúkunum á hverri vakt‟.
  Í niðurstöðum rannsóknarinnar komu upp eftirfarandi meginþemu: Starfsánægja; Færni, forgangsröðun og skipulag; Áhrif starfstengdrar streitu; Tíðni og tilgangur atvikaskráninga; Sálrænn stuðningur og þörf fyrir úrbætur á starfsumhverfi. Þátttakendur voru allir ánægðir í starfi og höfðu ekki uppi áform um að hætta störfum á gjörgæsludeild. Allir nefndu að talsvert álag væri á þeim í starfi sem þeir tengdu við ýmsa þætti eins og mönnun, ólík ábyrgðarhlutverk og nýtt starfsfólk. Að mati þátttakenda var mönnun helsti áhrifaþátturinn á álag í starfi. Einkenni starfstengdrar streitu voru nokkuð áberandi meðal þátttakenda, flestir töldu sig ekki fá nægan svefn og tveir þátttakendur fundu fyrir verkjum tengdum starfinu. Þátttakendur töldu atvikaskráningu mikilvæga en höfðu áhyggjur af því að þeim færi fækkandi vegna ótta við afleiðingar þeirra. Sálrænn stuðningur á vinnustað var ásættanlegur að mati þátttakenda en stuðningsúrræði mættu vera sýnilegri og formfastari, með aðkomu fleiri fagstétta. Meðal þátta í starfsumhverfinu sem þátttakendur töldu þarfnast úrbóta var aukinn tími til viðveru við rúm sjúklinga, betri mönnun, bætt fræðsla og aðlögun nýrra hjúkrunarfræðinga og aukin tækifæri til endurmenntunar. Brýnt er að auka skilning á því álagi og ábyrgð sem hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeildum Landspítalans vinna undir og hversu mikilvægar atvikaskráningar eru til að draga lærdóm af þeim og þar með bæta öryggi sjúklinga.
  Lykilhugtök: hjúkrunarfræðingur, gjörgæsla, álag, starfstengd streita, atvik.

 • Útdráttur er á ensku

  Icelandic research into the effect of mental and physical strain and responsibility of nurses working in Icelandic intensive care units is scarce. On the other hand, research in other countries has revealed that nurses working in intensive care units are at risk of suffering from work related stress and burnout. This risk has been attributed to work related strain and diverse responsibility.
  The objective of this research is to shed light on how nurses at intensive care units at the Icelandic national hospital Landspítali experience the stress and the responsibility accompanying their work. Furthermore, the intention is to analyze the effect of work related strain, attitudes towards the documentation of incidents and suggestions about possible improvements in the work environment in intensive care units. The following research questions were used:
  The research was qualitative and conducted according to the Vancouver School of doing phenomenology. Sampling was through voluntary participation. Four nurses, each with at least five year experience of working at intensive care units, participated and were interviewed through semi-structured interviews. The interviews were analyzed into themes and subthemes, as well as being set up in an analytical model. The title of the analytical model is ″Með lífið í lúkunum″ (e. life depends on you).
  The findings of the research contained the following main themes: Job satisfaction; Skill, prioritization and planning; Effect of work related stress; Frequency and objective of documentation of incidents; Psychological support and need for improvements in the work environment. All the participants enjoyed their work at an intensive care unit and none of them intended to quit. All of the participants reported considerable strain at their work, strain that they attributed to various factors, such as staffing, diverse responsibilities and new employees. In the opinion of the participants staffing was biggest factor regarding work related strain. All the participants reported obvious symptoms from work related stress, most of them reported a lack of proper sleep, while two participants suffered from work related pain. Documentation of incidents is important, in the opinion of all participants, although all of them worried about such documentation being on the decline because of fear of repercussions. Psychological support on offer at the workplace was adequate according to the participants, although they felt it could be a bit more visible and organized, with the involvement of more professionals. The following factors in the work environment needed improving according the participants: more time at the patients‘ bedside, better staffing, improved education and training for new nurses and better opportunities for continuing education. It‘s vital to enhance the understanding of the strain and responsibilities of nurses at intensive care units and the importance of documenting incidents so they can be of a lesson that will in the long run improve patient safety.
  Key terms: nurse, intensive care, strain, work related stress, incidents.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1.6.2018.
Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25020


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Með-lífið-í-lúkunum-Tilbúið-til-prentunar.pdf950.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna