is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25022

Titill: 
 • Möguleikar þess að rækta beltisþara (Saccharina latissima) í sjó við Ísland : áhrifaþættir og nýting
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er skoðað hvort fýsilegt sé að rækta í sjó brúnþörunginn beltisþara (Saccharina latissima) sem vex hér við land. Brúnþörungar eru mikið rannsakaðir nú til dags vegna eftisóknarverðra fjölsykra og fleiri efna. Þessar auðlindir hafsins eru ekki ótakmarkaðar og með vaknandi áhuga á nýtingu þeirra hefur m.a. beltisþari, sem er hraðvaxta tegund með heimkynni í N-Atlantshafi, verið í tilraunaræktun í sjó víða í nágrannalöndunum undanfarin ár.
  Hér eru teknar saman upplýsingar sem tengjast ræktun á beltisþara og þær skoðaðar m.t.t. aðstæðna við Ísland. M.a. er áhugi á að nýta hann í lífeldsneyti og sem lífhreinsun fyrir fiskeldi í sjó í s.k. IMTA kerfi (Integrated multi-trophic aquaculture) þar sem hann byggir upp lífmassa úr úrgangi frá eldinu. Ýmsar vistfræðilegar rannsóknir hafa verið gerðar á þaraskógum og grunnsævi við Ísland, m.a. í tengslum við fiskeldi og annan iðnað. Framleiðni beltisþara telst góð við landið, en fáar rannsóknir eru hins vegar til um afurðir hans fyrir iðnað.
  Flest bendir til að við Ísland verði hægt að rækta beltisþara. Þar sem efnasamsetning, vaxtarlag og vaxtarhraði plöntunnar eru breytileg eftir helstu umhverfisþáttum og árstíðum, þarf að skoða ræktunarsvæði vel í upphafi út frá því fyrir hvaða markað á að rækta. Ekki var hægt að gera samanburð á heimtum af söfnuðum beltisþara á línur hér við land miðað við nágrannalöndin, en m.v. stærð á plöntum úr Breiðafirði virðist lágur sjávarhiti hér við land ekki hamla vexti mikið.
  Lykilorð. Beltisþari, Saccharina latissima, IMTA, sjávareldi, lífeldsneyti.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this project is to study whether it is feasible to culture one species of brown alga, i.e. sugar kelp (Saccharina latissima) in Icelandic waters. Brown alga has gained substantial interest within biotechnology for its polysaccharides and other compounds. There is a growing demand to exploit these natural resources, but the supply is not unlimited. For this reason sugar kelp, among other native fast-growing
  species, is being culitvated in some of the North Atlantic countries.
  This study looks into available information on cultivating sugar kelp, and compares it to the information we have on the environment of Icelandic waters. One of many ideas on how to utilise this biomass, is to produce biofuel with microbes and as a bioremediation in IMTA systems (Integrated multi-trophic aquaculture) where the kelp will accumulate wasted nutrients from finfish cages. Various research has been done on the kelp forests and the ecosystems of Icelandic shallow waters, often in connection with fish farming and other industry. The productivity of macroalgae in Iceland is considered of a great deal, but little research however exists on the output of seaweed for the industry. Nothing rules out the possibilty of culturing sugar kelp in Iceland. However, as the
  chemical composition of the plant takes on seasonal changes and can vary between habitats, the aim of the culture should be clear from start as what product the project strives for. Solid comparison of yield from densely cultured sugar kelp in the neighbour countries was not possible, but if compared to naturally collected kelp on longlines in Breiðafjörður in Iceland, the low sea temperature does not seem to
  considerably delay growth.
  Keywords. Sugar kelp, Saccharina latissima, IMTA, aquaculture, biodiesel.

Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25022


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOK1226-V16 Sigríður Kristinsdóttir Skemman2.pdf3.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna