is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25029

Titill: 
 • TRT-námskeið og langvinnir verkir : triggerpunktanudd og núvitund sem meðferðarform við langvinnum verkjum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Langvinnir verkir eru alvarlegt heilsufarsvandamál í nútíma þjóðfélagi, þeir geta haft hamlandi áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks og skert heilsutengd lífsgæði þeirra.
  Kostnaður fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið er mikill, bæði hvað varðar beinan og óbeinan kostnað. Algengustu meðferðir sem notaðar eru við langvinnum verkjum hafa reynst ófullnægjandi og skortir hagnýt meðferðarform með tilliti til árangurs og kostnaðar. TRTnámskeið samanstendur af núvitund og triggerpunktanuddi, þær aðferðir hafa einar og sér sýnt fram á gagnsemi við langvinnum verkjum. Markmiðið var að skoða hvort samþætting þeirra í meðferðarform þar sem einstaklingar geta framkvæmt æfingarnar sjálfir myndi nýtast sem bjargráð við langvinnum verkjum. Tilgangur rannsóknarinnar var að framkvæma forprófun til að kanna áhrif TRT- námskeiðs á heilsutengd lífsgæði, styrk verkja og áhrif verkja á daglegt líf meðal einstaklinga með langvinna verki. Unnið var úr megindlegum gögnum sem aflað var með spurningalistunum SF-36 og BPI ásamt spurningalista sem hannaður var af rannsakendum og innihélt opnar spurningar um námskeiðið. Niðurstöðurnar sýndu að ekki var marktækur munur á milli mælinga á líkamlegu heilsufari (t(8) = -1,214;p<0,05) en marktækur munur reyndist vera á sálrænu heilsufari (t(8) = -2,428; p<0,041) heilsutengdra lífsgæða, styrk verkja t(8) = 3,556; p<0,05) og hversu mikið verkir trufluðu daglegar athafnir (t(8) = 3,629; p<0,05). Út frá niðurstöðum teljum við að forprófunin hafi sýnt fram á að forsendur séu fyrir því að framkvæmd verði frekari rannsókn til að skoða áhrifin í stærra úrtaki.
  Lykilorð: Langvinnir verkir, stoðkerfisverkir, bjargráð, heilsutengd lífsgæði, núvitund, triggerpunktar.

 • Útdráttur er á ensku

  Chronic pain is a serious health problem in modern society, they can have disabling effect on both physical and psychological health and have detrimental effect on health related quality of life. Current treatments have shown inadequate results for pain relief and is there a need for a practical and functional treatment approach. TRT-Tissue Release Technique involves integrating different treatment approaches that have been shown to be somewhat successful in treating chronic pain like mindfulness based interventions and trigger point therapy. The goal of this pilot study was to explore the effects of TRT- course on participants in terms of health-related quality of life, pain severity and interference with daily life. Those indexes were measured with data from nine participants using SF-36 and BPI questionnaires and a questioner with open ended questions designed by the researchers was used to shed a better light on the results. The results indicated that there was no significant difference in the physical component of health related quality of life but there was a significant difference in the mental component of health related quality of life, pain severity index and pain interference index. From the results of this pilot study we believe that there are grounds for further research on the effects of TRT in chronic pain.
  Keywords: Chronic pain, muskuloskeletal pain, coping, health related quality of life, mindfulness, trigger points.

Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25029


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólof Rakel og Sonja.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna