is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25031

Titill: 
  • Núvitund fyrir kennara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Núvitund er aðferð til þess að vera meðvitaður um það sem gerist innra og ytra með manni sem leggur skýra áherslu á það að hafa athyglina á líðandi stundu sem gerir manni kleift að vera fullkomlega til staðar í núinu. Með öðrum orðum þá er núvitund andstæða þess að keyra í gegnum lífið á sjáfsstýringu. Hugmyndir um núvitund má rekja að minnsta kosti 2500 ár aftur í tímann og dæmi um iðkun núvitundar má finna í öllum helstu trúarbrögðum heims. Sameindalíffræðingurinn Jon Kabat-Zinn er af flestum talinn eiga heiðurinn af því að núvitund hefur fengið svo mikla athygli á síðustu árum. Kabat-Zinn var mikill áhugamaður um hugleiðslu og heimspeki búddismans og árið 1979 kynnti hann meðferðir við streitu og krónískum sársauka sem eru byggðar á núvitund við læknadeild háskólans í Massachusetts. Kennarar, foreldrar og þeir sem vinna með ungum börnum hafa óvenju mikla tilhneigingu til streitu og kulnunar í starfi. Kennarastarfið hefur á síðustu árum verið flokkað sem starfsgrein með háan streitustuðul og margar rannsóknir hafa sýnt að margir kennarar yfirgefa starfið innan fyrstu fimm áranna. Rannsóknir hafa ennfremur sýnt að óviðráðanleg streita á vinnustað getur orðið til þess að einstaklingar sýni aukin einkenni þunglyndis eða þrói með sér þunglyndi. Kulnun í starfi meðal kennara er stórt vandamál um allan heim og ýmsar rannsóknir hafa sýnt það að kulnun í starfi hjá kennurnum hefur veruleg áhrif á lífsgæði þeirra og getur haft neikvæð áhrif á kennslu þeirra. Hugmyndir núvitundar hafa verið aðlagaðar til þess að hjálpa kennurum að takast á við streitu og til þess að hindra kulnun í starfi. Í þessum tilgangi hafa verið sett upp ýmis námskeið sem byggja á núvitund eins og SMART, CARE og MBSR fyrir kennara. Rannsóknir á ávinningi þessara námskeiða eru enn takmarkaðar en þær sem gerðar hafa verið lofa góðu

  • Útdráttur er á ensku

    Mindfulness is a way to be aware of what happens within us and outside of us which has a clear focus on bringing our attention to the present moment which makes it possible for us to be perfectly in the now. In other words, mindfulness is the opposite of going through life on auto-pilot. The concepts of mindfulness can be traced at least 2500 years back and examples of mindfulness can be found in all of the world‘s most common religions. Molecular biologist, Jon Kabat-Zinn is by many considered to be responsible for why mindfulness has gathered so much interest in recent years. Kabat-Zinn was very interested in meditation and the philosophy of Buddism and in 1979 he introduced a mindfulness based stress reduction therapy to treat stress and chronic pain at the University of Massachusetts medical school. Teachers, parents and those working with small children have an unusually high tendency for stress and occupational burnout. The teaching job has in recent years been categorized as an occupation with a high stress factor and research has shown that many teachers leave the profession within the first five years of teaching. Research has also shown that uncontrollable stress in the workplace can cause individuals to show increased signs of depression or to develop depression. Teacher burnout is a major problem all over the world and research has shown that teacher burnout affects teacher‘s quality of life and can negatively affect their teaching. The concepts of mindfulness have been adapted to help teachers combat stress and to prevent burnout. In this purpose, many programs that are mindfulness based have been set up, like SMART, CARE and MBSR for teachers. Research on the benefits of these programs are still limited but the ones that have been made show promise.

Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25031


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Stefania_Hardardottir_2016_lokautgafa.pdf345.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna