is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25033

Titill: 
  • Gagnasöfnun og rekjanleiki hjá Skinney-Þinganes : aukið virði gagna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um gagnasöfnun í Saltfiskvinnslu Skinney- Þinganess og áhrif hennar á rekjanleika afurða fyrirtækisins. Við vinnslu á fiski er hægt að safna mikilvægum upplýsingum sem gagnast við ákvarðanatöku síðar sem og til að sýna fram á rekjanleika afurða. Lykilatriði við gagnasöfnun er ekki magn þeirra gagna sem verið er að safna heldur gæði og möguleiki til þess að vinna úr þeim. Markmið verkefnisins var að kortleggja gagnasöfnunina og meta aðgengileika þeirra gagna sem verið er að safna og komast að því hvernig það sem safnast gagnast við að sýna fram á rekjanleika afurða. Rannsóknarspurning verkefnisins er:
    Hvernig er umsýslu gagna og rekjanleika háttað hjá Skinney- Þinganesi og hvernig má hagnýta Innova hugbúnað Marel betur?
    Gagnasöfnunin var kortlögð með tilliti til veiða og vinnslu og gerð var tilviksrannsókn þar sem aðgengileiki gagnanna var kannaður með því að skoða rekjanleika einnar veiðiferðar af Steinunni SF 10 togbáti fyrirtækisins. Það var gert með heimsókn á Höfn í Hornafirði þar sem rætt var við starfsmenn fyrirtækisins. Gagnasöfnunin var skilgreind út frá þremur lykilþáttum en þeir voru hiti- og rakastig, vogir og önnur gagnasöfnun sem innihélt meðal annars móttökueftirlit og gæðastýringu.
    Helstu niðurstöður verkefnisins voru þær að hægt er að sýna fram á rekjanleika afurða hjá fyrirtækinu þrátt fyrir að sumstaðar megi gera betur í gagnasöfnuninni. Útgerðarhluti fyrirtækisins er ekki að safna nægilega mikið af gögnum en afleiðing af því er að fyrirtækið er að missa af upplýsingum sem mögulega eru verðmætar. Gagnasöfnun vinnslunnar var almennt góð en smávægileg göt eru í hitastigseftirliti inni í vinnslunni og hægt væri að hagnýta Innova hugbúnaðinn betur væri hann notendavænni.
    Glöggt er gests augað á við þegar hagnýtt gildi verkefnisins er skoðað. Það veitir Skinney- Þinganes utanaðkomandi sýn á eigin vinnslu og kemur með tillögur að úrbótum á bæði gagnasöfnun hjá fyrirtækinu og á Innova hugbúnað Marel.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this paper is to analyze data collected in a salted fish factory owned by Icelandic company Skinney- Þinganes and determine the effect that data collection and handling have on the traceability of their products. It is possible to collect valuable information in fish processing, information which will help improve future decisions. The key objective was to analyze data quality by mapping the methods of data collecting and determine how the data is used to provide traceability and to answer the main question of the paper:
    How does data collecting and handling work at Skinney- Þinganes and how can the Innova software from Marel be better utilized?
    The data collection was mapped with respect to fisheries and processing and a case study was performed where the accecibility of the data was reasearched by looking into the traceability of one fishing trip from the towing vessel Steinunn SF. This was done by visiting the company at
    its headquarters in Höfn and interviewing the key staff. The data collected was defined by three major aspects: temperature and moisture, scales, and other parameters which included delivery inspection and quality management.
    The main results were that the traceability of the company´s products exists even though there is room for improvement in some aspects of the data collecting. The fisheries sector of the company is not collecting enough data which results in it loosing out on possibly valueable
    information. The data collection in the processing sector at Skinney is generally good but has minor holes in temperature monitoring. The Innova software could be better utilized if it was more user friendly.
    The projects result can be used by Skinney- Þinganes to improve their data collecting as it has suggestions on how to improve data collecting and utilization of the Innova software from Marel.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.1.2018.
Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25033


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaverkefniHannibal.pdf3.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna