is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25036

Titill: 
 • Það gerist eitthvað stórkostlegt á stuttum tíma : reynsla hjúkrunarfræðinga af notkun dáleiðslu sem hjúkrunarmeðferð við kvíða
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Megintilgangur rannsóknarinnar er að skoða reynslu hjúkrunarfræðinga af notkun dáleiðslumeðferðar við kvíða og um leið að vekja athygli á notkun óhefðbundinna meðferða við kvíða. Kvíði og kvíðaraskanir eru algengt heilbrigðisvandamál í samfélaginu í dag og telja höfundar að dáleiðsla og ýmsar aðrar óhefðbundnar aðferðir séu lítið nýttar og þekking á þeim lítil. Höfundar vilja vekja athygli á þeim meðferðum sem í boði eru og kynna dáleiðslu sem hjúkrunarmeðferð. Hjúkrunarfræðingar eru í lykilaðstöðu til að kynna skjólstæðinga sína fyrir hinum ýmsu meðferðarleiðum sem í boði eru og að meta áhrif hjúkrunarmeðferðar á skjólstæðinga sína. Því vildu höfundar rannsaka hvaða reynslu hjúkrunarfræðingar hefðu af notkun dáleiðslu í meðferð og hvort þeir telji hana geta verið árangursríka hjúkrunarmeðferð við
  kvíða. Kostir dáleiðslu eru margir og má þar nefna að henni fylgja fáar aukaverkanir og er hún kostnaðarlítil fyrir heilbrigðiskerfið. Hún getur aukið sjálfstraust sjúklingsins og bætt hæfni hans til sjálfsbjargar.
  Í fyrirhugaðri rannsókn er ætlunin að skoða reynslu hjúkrunarfræðinga af notkun dáleiðslu sem hjúkrunarmeðferð við kvíða. Notast verður við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem gagna verður aflað með hálfstöðluðum djúpviðtölum með opnum spurningum. Áætlað er að þátttakendur verði 15 og tekið verður eitt viðtal við hvern þátttakanda. Skilyrði fyrir þátttöku eru að þátttakandi sé hjúkrunarfræðingur, hafi unnið með dáleiðslu í a.m.k eitt ár og hafi notað dáleiðslu sem hjúkrunarmeðferð á fleiri en þrjá einstaklinga með kvíða. Með þessari rannsókn vonast höfundar til að sýna fram á gildi þess að nýta sér dáleiðslu sem hjúkrunarmeðferð við
  algengum vandamálum líkt og kvíða.
  Lykilhugtök: Dáleiðsla, óhefðbundnar meðferðir, kvíði, hjúkrunarmeðferð og fyrirbærafræði.

 • Útdráttur er á ensku

  This research proposal is a final thesis towards a B.S. degree in nursing studies at the University of Akureyri. The main purpose of this research proposal is to raise awareness of the use of complementary and alternative medicine (CAM therapies) to treat anxiety with an emphasis on the use of hypnosis. Anxiety and anxiety disorders are a common health ailment in contemporary society and is it the authors belief that various CAM therapies are rarely applied and knowledge of CAM therapies is limited. The authors would like to highlight those methods available and introduce hypnosis as a nursing intervention. Nurses serve a key role in introducing their patients to the various treatment options available and assessing the effect of treatment on their clients.
  The authors would therefore like to investigate nurses experience of applying hypnotherapy in their treatment plan and whether nurses perceive hypnotherapy as an effective treatment to anxiety. The benefits of hypnotherapy are manifold, including few side effects and little cost for the health care system. Hypnotherapy can also increase the patient's self-confidence and improved their autonomy and self-help. Herein we include a research proposal where nurses experience of hypnotherapy as a
  nursing intervention to treat anxiety will be looked at. Method applied will be qualitative research based on semi-standardized interviews with open ended questions. One interview will be conducted per participant and estimated number of participants is 15. As a prerequisite each
  participant will have to be a qualified nurse, have worked with hypnotherapy for a minimum of one year and have used hypnotherapy as a treatment option to treat more than three individuals suffering from anxiety. With this research the authors would like to display the importance of including CAM therapies as treatment options for common ailments such as anxiety.
  Keywords: Hypnotherapy, complementary and alternative medicine (CAM), anxiety, nursing treatments and phenomenology.

Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25036


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það gerist eitthvað stórkostlegt á stuttum tíma.pdf789.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna