is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25041

Titill: 
 • Batahvetjandi fagaðili : námskeið byggt á innsýn notenda geðheilbrigðiskerfisins
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Af rannsóknum að dæma glíma um 125.000 Íslendingar við geðræn veikindi ár hvert og um helmingur þjóðarinnar mun upplifa slík veikindi á lífsleiðinni. Geðrænir sjúkdómar eru algengasta orsök örorku á Íslandi og því er til mikils að vinna að stuðla að bata af geðrænum veikindum. Rannsóknir sýna að hægt er að ná persónulegum bata af geðrænum veikindum í gegnum einstaklingsbundið ferli sem er ólíkt hjá hverjum og einum. Sökum þessa er mikilvægt að huga að sjónarhorni notenda af geðheilbrigðisþjónustu til þess að geta veitt heildræna þjónustu sem byggir á þörfum og óskum hvers skjólstæðings. Tilgangur þessa verkefnis var að skoða persónulegan bata af geðrænum veikindum út frá sjónarhóli notenda geðheilbrigðiskerfisins. Verkefnið er heimildasamantekt sem leiðir af sér nýsköpun. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvað telja notendur geðheilbrigðis-kerfisins mikilvægt til að ná bata af geðrænum veikindum? Hvernig geta fagaðilar stuðlað að bata hjá skjólstæðingum sínum sem glíma við geðræn veikindi? Niðurstöður rannsóknarheimilda leiddu í ljós fimm lykilatriði bata samkvæmt reynslu notenda; félagsleg tengsl, von um betri framtíð, sjálfsmynd, tilgangsríkt líf og valdeflingu. Nýsköpun verkefnisins er sex vikna endurmenntunarnámskeið fyrir fagfólk sem vill aðlaga starfsaðferðir sínar þannig að þær séu batahvetjandi fyrir notendur geðheilbrigðiskerfisins. Árangur námskeiðsins er metinn með matstækinu Stages Of Recovery Instrument sem skjólstæðingar fagfólksins fylla út fyrir og eftir námskeiðið. Leiðbeinandi tekur einnig óformlegt viðtal við þátttakendur námskeiðsins til þess að afla upplýsinga um reynslu þeirra af námskeiðinu. Að endingu er liggur fyrir að fagfólk getur ekki framkallað bata fyrir skjólstæðinga sína en starfsaðferðir þeirra geta ýtt undir bata. Batahvetjandi fagaðilar geta meðal annars myndað uppbyggjandi sambönd við notendur, miðlað von og ýtt undir sjálfstæði skjólstæðinga sinna.
  Lykilhugtök: persónulegur bati – geðræn veikindi – notandi geðheilbrigðiskerfisins - batahvetjandi fagaðili – valdefling.

 • Útdráttur er á ensku

  According to research there are approximately 125.000 Icelanders that struggle with mental illness yearly and half of the Icelandic population will experience such illness within their lifetime. Mental illness is the biggest cause of disability in Iceland and it is therefore vital to promote recovery from mental illness. It is clear from the literature review that personal recovery from mental illness is possible and is an individual process that differs from one person to the next. For this reason it is important to consider the insights of mental health service users to be able to provide holistic services that accommodate the needs and wishes of each individual. The purpose of this thesis was to look into personal recovery from mental illness as defined by mental health service users. The thesis is a literature review which results in an innovation idea. The following research questions led the discussion: What is important to achieve a personal recovery from mental illness according to mental health service users? How can mental health professionals promote personal recovery for their clients? The literature review resulted in five key factors in personal recovery according to mental health service users; social connections, hope about the future, identity, meaningful life and empowerment. The innovation is a six week long training for professionals that wish to adapt their work methods so that they promote recovery for mental health service users. The results of the innovation are evaluated using the Stages of Recovery Instrument which the professionals‘ clients fill out before and after the training. The trainer also conducts an informal interview with the participants to gather feedback about their experience of the training. Finally it is clear that mental health professionals cannot simply make their clients recover but their work methods can promote recovery. Recovery promoting professionals can for example establish constructive relationships with service users, communicate hope and support the independence of their clients.
  Key concepts: personal recovery – mental illness – mental health service user – recovery promoting professional – empowerment.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1.5.2021.
Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25041


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf210.49 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf449.52 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf320.32 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Heildartexti með forsíðu og allt tilbúið.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna