is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25046

Titill: 
 • Hrognkelsi (Cyclopterus lumpus) : ný eldistegund
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Á undanförnum árum hefur hrognkelsi orðið vinsæll eldisfiskur í Noregi og Færeyjum þar sem fiskurinn hefur reynst góður bandamaður laxeldis gagnvart sjólús. Sjólýs eru mikið vandamál í eldi á laxfiskum, lýsnar hafa ekki einungis áhrif á heilsu og velferð laxafiska í eldi heldur gefa þær neikvæða ímynd af fiskeldi vegna mögulegra áhrifa á villta laxastofna. Notkun hreinfiska í sameldi með laxi hefur aukist og eru niðurstöður jákvæðar þegar kemur að lúsaáti. Í þessari ritgerð verður fjallað um hrognkelsi sem hreinsifisk, hvaða þáttum þarf að huga að í eldi á hrognkelsum og velt fyrir sér hvort hrognkelsi gætu mögulega verið svarið við sjólús.
  Fyrri rannsóknir sýna að hitastig skiptir miklu máli þegar kemur að vexti fisksins. Vaxtarhraðinn hjá hrognkelsaseiðum er mestur þegar hitastigið í eldinu er á milli 13-16°C en kjörhitastig fyrir vöxt hjá hrognkelsum lækkar með aukinni líkamsstærð. Hrognkelsi vaxa vel við kjöraðstæður í eldi en það tekur fiskinn aðeins 6-7 mánuði frá klaki að verða tilbúinn hreinsifiskur sem er við um 20 gramma þyngd. Hagstætt er að fóðra hrognkelsalirfur fyrstu vikurnar með artemíu sem búið er að auðga með próteinum og fitusýrum og skipta svo yfir í þurrfóður. Í eldi á hrognkelsum er mikilvægt að mynda skjól fyrir fiskinn svo hann geti hvílt sig, þetta á einnig við í sameldi með laxi. Hagstætt hefur reynst að notast við gerviþara. Þarinn myndar skjól og svæði fyrir fiskinn til að festa sig á. Hrognkelsi eru viðkvæm gagnvart takmarkaðri súrefnismettun og nauðsynlegt er að halda súrefnismettun yfir 80% til að tryggja góðan vöxt. Þéttleiki í eldi hrognkelsa er háð yfirborðsflatarmáli í körunum vegna þess að hrognkelsin sjúga sig föst á yfirborðið. Því er hentugast að hafa meira yfirborð miðað við rúmmál svo körin nýtist sem best. Stærsta vandamálið í eldi á hrognkelsum eru sjúkdómar og ber helsta að nefna víbríó (Vibrio anguillarum), pasteurellose (Pasteurella sp.) og kýlaveikibróðir (Aeromonas salmoncida). Þar sem hrognkelsi er tiltölulega ný eldistegund þá er mikilvægt að halda áfram að stunda rannsóknir á henni og þá sérstaklega rannsaka hrognkelsi í sameldi með laxi.
  Lykilorð: Hrognkelsi, hreinsifiskur, eldi, vöxtur, sjólús.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years lumpfish has become a popular aquaculture species in Norway and the Faroe Islands where the fish has proven to be efficient in battle sea lice infections. Sea lice are a major problem in farming of salmonids, not only do the lice affect health and welfare of the fish but also gives a negative image of the aquaculture due to potential impact on wild salmon stocks. Use of cleaner fish in salmon aquaculture has been increasing and has shown positive results with respect to sea lice control. This project analyses the use of lumpfish as cleaner fish, which factors need to be considered in lumpfish farming and if lumpfish could possibly be the answer to the sea lice problem.
  Previous studies show that temperature is important when it comes to fish growth. The highest growth rates in juvenile lumpfish is obtained when the environmental temperature is between 13-16 °C but optimum temperature for growth decreases with increasing body size. Lumpfish grow well under optimal conditions in culture, with only 6-7 months from hatching to transfer to net pens at the size of about 20 grams. Lumpfish larvae should be fed artemia enriched with proteins and fats during the first weeks following hatching and then with formulated feed. It is important to make shelter or some substrate for the fish to rest both during the day and night. This is also important in co-culture with salmon in net pens and use of artificial kelp has proven successful for this purpose. The kelp provides shelter and a place for the fish to rest when they are not grazing on lice. Lumpfishes are sensitive to limited oxygen saturation and it is necessary to keep the saturation above 80% to ensure optimum growth. Density in lumpfish culture depends on the surface area in the tanks because the fish attach themselves to surfaces and high surfaces area per volume of culture water is recommended for optimal use of culture tanks. Diseases are the biggest problem in lumpfish culture, primarily vibriosis (Vibrio anguillarum), pasteurellosis (Pasteurella sp.) and furunculosis (Aeromonas salmonicida). Since lumpfish is a relatively new species in aquaculture it is important to continue to conduct research on the species, particularly to investigate lumpfish in co-culture with salmon in net pens.
  Keywords: Lumpfish, cleaner fish, aquaculture, growth, sea lice.

Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25046


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Hrognkelsi_SylvíaKolbrá.pdf16.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna