is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25047

Titill: 
 • „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ : áhrif félagsmótunaraðila á gerendur eineltis
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Einelti er stórt vandamál sem þjóðfélagið glímir við í dag og hefur þetta fyrirbæri mikið verið rannsakað frá ýmsum sjónarhornum á síðustu árum. Flestar rannsóknir hafa einblínt á þolendur eineltis og þær afleiðingar sem eineltið hefur á þá. Gerendur hafa ekki verið rannsakaðir í jafn miklum mæli þó svo að mikið af rannsóknum séu til sem fjalla um þann hóp. Mikilvægt er að þessi hópur sé rannsakaður og það skoðað hvað liggur að baki þessarar hegðunar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða hvaða þættir hafa helst áhrif á það hvort einstaklingur verður gerandi eineltis. Þar voru sérstaklega skoðaðir helstu félagsmótunaraðilar og hvort upplifaður stuðningur frá þeim gæti haft áhrif. Viðhorf til reglna og reglubrota var einnig skoðað ásamt því hversu gott líf einstaklingarnir teldu sig eiga. Í nokkrum tilfellum var gerður samanburður milli gerenda og þeirra sem eru bæði gerendur og þolendur til að skoða hvort síðarnefndi hópurinn gæti að einhverju leiti verið frábrugðinn. Í rannsókninni voru notuð svör íslenskra 10. bekkinga úr HBSC könnuninni frá árinu 2014 þar sem spurt var um atriði sem snúa að almennri velferð og lífshamingju skólabarna. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að mestu í samræmi við fyrri rannsóknir á sviðinu. Þegar skoðuð er upplifun einstaklinga af stuðningi helstu félagsmótunaraðila þ.e. heimilis, vina og skóla þá standa gerendur eineltis verr að vígi og treystu síður sínum vinum en þeir sem ekki leggja í einelti. Þeir sem ekki leggja í einelti voru ánægðari með líf sitt en gerendur og báru meiri virðingu fyrir reglum. Að lokum kom fram að gerendur eru með lakari námsárangur og hafa að meðaltali lægri einkunn en þeir sem ekki leggja í einelti. Nokkrir samanburðir voru einnig gerðir á gerendum og gerendum/þolendum og kom síðarnefndi hópurinn verr út í þeim flestum. Áhrifastærðin var í flestum tilfellum lág en niðurstöður sýndu engu að síður mynstur þar sem gerendur og gerendur/þolendur voru í flestum tilfellum verst settir.
  Lykilorð: einelti, gerendur eineltis, skóli, fjölskylda, vinir, reglubrot

 • Útdráttur er á ensku

  Bullying is one of the biggest problems our society has to deal with today, but this phenomenon has been examined in numerous studies in the past years. Most of the research has focused on the victims and the consequences that bullying has on them. Bullies have not been studied as closely although a lot of research has focused on that group as well. It is at the utmost importance that this group is studied to the same extent as victims in order to get to the root of the bullying problem. The purpose of this study was to examine what factors have the most influence on the possibility that an individual becomes a bully. The focus was on the individual’s most important socialization groups and the influence that their support might have on whether one becomes a bully. The study also examined an individual’s attitude towards rules and rule-breaking as well as their perceived quality of life. In some cases a comparison was also made between bullies and bully/victims to examine if the bully/victim group differs from the bully group in any way. This study was based on the answers of Icelandic 10th grade students in the 2014 version of the HBSC (Health behaviour in school- aged children) survey which examines the health behaviour and well-being of school aged children. The results of this study mostly supported earlier research in the field. When perceived social support from family and school was examined, bullies were at a disadvantage compared to non-bullies. Bullies also perceived less social support and loyalty from friends and peers. Bullies experienced lower quality of life and had a more positive attitude towards rule-breaking. Finally the study showed less academic performance and a lower grade average. The comparison between bullies and bully/victims showed that the bully/victim group was at disadvantage in most cases. The effect size in the study was low in most cases but the results showed a pattern where bullies and bully/victims were at disadvantage in most cases.
  Keywords: bullying, bullies, school, family, friends, rule-breaking

Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25047


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Adgat_skal_hofd_i_naerveru_salar-Asta-Sigrun-Gunnarsdottir-Telma-Sigurgeirsdottir.pdf990.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna