is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25048

Titill: 
 • Tengslamyndun foreldra við fyrirbura og notkun kengúrumeðferðar til að efla tengslamyndun : rannsóknaráætlun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðar rannsóknar er að meta áhrif kengúrumeðferðar á tengslamyndun foreldra við fyrirbura. Margir þættir geta truflað náttúrulega tengslamyndun eins og umhverfi nýburagjörgæslu og aðskilnaður við fæðingu.
  Áætla má út frá niðurstöðum að kengúrumeðferð sé góður kostur til að bæta tengslamyndun og stuðla að betri heilsu fyrirburans. Meðferðin hefur einnig góð lífeðlisfræðileg áhrif á fyrirburann, lengir brjóstagjöf og skapar meiri nálægð milli barns og foreldra. Ljóst er að bæta þarf aðstöðu og lágmarka truflun á nýburagjörgæslu til að meðferðin skili sem bestum árangri. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í að fræða foreldra um meðferðina, kenna þeim rétt handbrögð og styðja þau við notkun meðferðarinnar. Hjúkrunarfræðingar þurfa að vera meðvitaðir um mikilvægi tengslamyndunar, veita upplýsingar, sýna stuðning, vera hvetjandi og umhyggjusamir. Ekki eru til klínískar leiðbeiningar eða fræðslubæklingar á íslensku um kengúrumeðferð fyrir foreldra og heilbrigðisstarfsfólk. Þörfin er mikil til að bæta notkun meðferðarinnar hér á landi.
  Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með var: Hver eru áhrif kengúrumeðferðar á tengslamyndun foreldra við fyrirbura?
  Notuð verður eigindleg aðferðafræði sem er byggð á fyrirbærafræði Vancouver skólans. Úrtakið verða sjö íslensk pör í sambúð á aldrinum 25-45 ára sem eignuðust fyrirbura á viku 27-34 og notuðu kengúrumeðferð á nýburagjörgæslu. Gögnum verður safnað með sjö opnum viðtalsspurningum. Leitast var að fræðilegum greinum á íslensku og ensku í gagnasöfnum, Google Scholar, CINAHL (Ebsco Host) og Pub Med.
  Lykilhugtök: kengúrumeðferð, tengslamyndun, fyrirburi, nýburagjörgæsla og hjúkrunarfræðingur.

 • Útdráttur er á ensku

  This research proposal is a final thesis in bachelor´s degree in nursing at the University of Akureyri. The purpose of this proposed study is to evaluate the effects of kangaroo mother care treatment on the bonding process of parents and their premature infants. Many factors may disrupt the natural bonding process such as the environment of neonatal intensive care units and separation at birth.
  Based on the conclusions of the theoretical section of the thesis, kangaroo mother care is expected to be an effective option in improving the bonding process and promoting better health of premature infants. The treatment also has a positive physiological effect on premature infants, it prolongs breast-feeding and promotes greater closeness between an infant and parents. Evidently, improvements must be made to facilities and distractions minimized in neonatal intensive care units to insure the maximum effectiveness of the treatment. Nurses play an important role in educating parents about the treatment, teaching them the correct techniques and supporting them in the application of the treatment. Nurses need to be aware of the importance of the bonding process, providing beneficial information, showing support, encouragement and compassion. Clinical guidelines or educational brochures on the kangaroo treatment for parents and health professionals are not available in Icelandic. There is a great need to increase the application of the treatment in the country.
  The research question being addressed: What are the effects of kangaroo mother care on the bonding process of parents and premature infants?
  Qualitative approach will be applied based on the phenomenology of the Vancouver School. The sample will be seven Icelandic cohabiting couples aged 25-45 years who gave birth to premature infants in week 27-34 and applied the kangaroo treatment in the neonatal intensive care unit. Data will be collected with seven open interview questions. Searches were made on academic subjects in English and Icelandic in databases, Google Scholar, CINAHL (Ebsco Host) and Pub Med.
  Keywords: kangaroo mother care, bonding process, premature infants, neonatal intensive care unit and nurse.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 12.5.2018.
Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25048


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengslamyndun foreldra við fyrirbura og notkun kengúrumeðferðar til að efla tengslamyndun. Arna, Brynja, Kristrún og Una..pdf717.31 kBOpinnRannsóknaráætlunPDFSkoða/Opna