is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25057

Titill: 
 • Áhrif ferðaþjónustu á íbúaþróun á Vesturlandi 2010 - 2015
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna áhrif ferðaþjónustunnar á íbúa- og byggðarþróun á Vesturlandi. Rannsóknin tekur mið af áhrifum ferðaþjónustu á tímabilinu 2010 – 2015. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt; að greina hvort vöxtur í ferðaþjónustu hafi haft áhrif á íbúaþróun á Vesturlandi á tímabilinu. Og á hvaða grunni aðkoma sveitarfélagsins er að þeim samfélagslegu þáttum sem tengjast uppbyggingu og væntingum. Rannsóknin tekur mið af þeim tölulegu upplýsingum sem liggja fyrir hjá Hagstofu Íslands, Ferðamálastofu og Markaðsstofu Vesturlands. Til að taka afstöðu til ofangreindra mála var rýnihópur skipaður sem samanstóð af þrem einstaklingum af Vesturlandi með innsýn og þekkingu í byggðamál og stjórnsýslu svæðisins. Niðurstöður þessar voru bornar saman við þekkingar – og kenningargrunn um byggðarþróun. Eftirfarandi kemur fram í niðurstöðum.
   Mikill vöxtur og uppbygging hefur verið í ferðaþjónustu á svæðinu á tímabilinu.
   Íbúum á Vesturlandi hefur fjölgað um 1% á tímabilinu, mest á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit þar sem ferðaþjónusta er minnst.
   Íbúum fækkaði í Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Snæfellsbæ og Dalabyggð á tímabilinu. En þar hefur vöxtur í ferðaþjónustu verið mestur í landshlutanum.
   Mikill vöxtur í greininni hefur ekki skilað sér í auknum íbúafjölda og störfum fyrir nýja íbúa.
   Sú ályktun er dregin að íbúum hefði fækkað meira á ákveðnum svæðum á Vesturlandi ef ekki hefði verið um vöxt í ferðaþjónustu að ræða á tímabilinu.
   Sértekjustofn er nauðsynlegur til að standa undir væntingum um uppbyggingu á innviðum ferðaþjónustunnar til að ganga ekki á samfélagsleg þolmörk íbúa og náttúrunnar.
  Lykilorð: Ferðaþjónusta, íbúaþróun, byggðaþróun, stjórnsýsla sveitarfélaga, samfélagsleg áhrif.

 • Útdráttur er á ensku

  The main purpose of this research is to look into the effect of tourism in the development of the population growth and regional development on West Iceland. The research project takes into consideration the effect of tourism in the period from 2010 – 2015. The research project has two goals; to analyze if increased tourism has had an effect on the development of the size of the population in West Iceland in the specified period; and how the local authorities contribute to the sociological factors wich relate to growth and expectations. The research is based on the statistical information available from Statistics Iceland, the Icelandic Tourist Board, and the West Icelands Marketing office. In order to expolore the subjects, a focus group was set up, comprising three individuals from West Iceland with insight and knowledge of local regional development and the administration of the region. The result from the focus group where compared with the knowledge – and theoretical base on regional development. The following conclusions arose:
   There has been extensive growth and development in tourism in the region in the research period.
   The population in West Iceland has grown by 1% in the period; the biggest growth being in Akranes and Hvalfjarðarsveit, where there is least tourism.
   The number of inhabitants in Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær and Dalabyggð has decreased in the period. Where there is most tourism.
   Extensive growth in the sector has not resulted in more inhabitants and jobs for new inhabitants.
   If not for the tourism growth. It is concluted that number of inhabitants would have decreased more in the period is speciffic area on West Iceland.
   Specialized source of income is neccessary in order to fulfill expectations as concerns development of infrastructure for tourism, in order not to surpass the tolerance of the inhabitants and nature.
   Keywords: Population development, regional development, expectations, authorities, tourism development.

Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25057


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Guðveig Eyglóardóttir´16.pdf748.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna