is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25061

Titill: 
 • Hraunhellar á Íslandi : getur verndun náttúruminja og ferðamennska átt samleið?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ferðaþjónustan á Íslandi hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Með aukningu ferðamanna eykst óhjákvæmilega ágangur og átroðningur við ferðamannastaði og hættan á skemmdum eykst samhliða. Markmiðið með þessu verkefni er að kanna hvort saman fari verndun hraunhella og nýting þeirra til ferðamennsku á Íslandi.
  Hraunhellar eru viðkvæmar náttúruminjar, og liggja margir hverjir undir skemmdum vegna ágangs. Rætt var við þrjá hagsmunaaðila, tvo leiðsögumenn og formann verndunar hjá Hellarannsóknarfélagi Íslands, til að kanna hug þeirra til verndunar og nýtingar hraunhella á Íslandi. Ásamt viðtölum var stuðst við fræðilegar rannsóknir á hellum, bækur um tengd málefni og ritrýndar greinar.
  Helstu niðurstöður úr þessu verkefni er að allir viðmælendur eru fylgjandi verndun þó svo að algjör lokun og friðlýsing hafi ekki hugnast öllum. Samstillt átak í aðgengismálum var öllum viðmælendum ofarlega í huga, en það er eins og hraunhellar hafi gleymst í öllu tali um uppbyggingu ferðamannastaða. Hvað varðar hella sem eiga eftir að finnast í framtíðinni væri heppilegra að þeir yrðu kannaðir og metnir áður en þeir væru opnaðir fyrir aðila í ferðaþjónustu og aðra gesti. Viðmælendurnir líta á verndun hraunhella sem tækifæri frekar en ógn, með verndun væri einnig hægt að nýta hella og veita ferðmönnum jákvæða upplifun en að sama skapi auka öryggi þeirra.
  Lykilorð: Hraunhellar, verndun náttúruminja, friðlýsingar, auðlindastjórnun, aðgengi, ferðamennska

 • Útdráttur er á ensku

  The Icelandic tourist industry has experienced a rapid growth in recent years. The increasing number of tourists has resulted in ever greater encroachment of tourist destinations, thus also increasing the risk of damage. The aim of this assignment is to investigate whether it is mutually beneficial to both preserve and at the same time utilize Iceland’s lava caves for tourism.
  Lava Caves are fragile natural features, many of which are at risk of encroachment. Three stakeholders were interviewed, two guides and the chairman of protection at the Icelandic Speleology Association. Along with the interviews, the research is based on academic studies on caves, books on related topics and peer-reviewed articles.
  The main conclusion from the assignment is that all participants support preservation, although complete closure and protection was not considered an option.
  As the interviewees said, it requires a concerted effort to improve accessibility, and it seems that lava caves have been left out when it comes to the development of tourist destinations. Regarding caves that have not yet been found, it would be more sensible to explore them thoroughly and evaluate them, before they were opened for tourism and other guests. The interviewees see the preservation of lava caves more like an opportunity rather than a threat and preservation could allow the opportunity of utilization while providing the tourist a safe and positive experience.
  Keywords: Lava caves, preservation of natural features, protected area, resource management, accessibility and tourism.

Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25061


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Inga Hrönn Sverrisdóttir BA- ritgerð.pdf627 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna