is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25062

Titill: 
  • Afþreyingarferðaþjónusta á Íslandi : menntun stjórnenda og viðhorf þeirra til mikilvægis menntunar í greininni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikill vöxtur hefur verið í ferðaþjónustu síðustu ár og er ferðaþjónustan orðin ein af grunnatvinnugreinum Íslendinga. Fjöldi fyrirtækja sem bjóða upp á afþreyingu og þjónustu fyrir ferðamenn hefja rekstur á ári hverju. Fjölgun fagmenntaðra hefur ekki haldist í hendur við fjölgunferðamanna en menntun og þjálfun stjórnenda og starfsmanna er einn af lykilþáttum faglegrar uppbyggingar ferðaþjónustufyrirtækja. Markmið þessa verkefnis er að kanna menntunarstöðu stjórnenda í afþreyingarferðaþjónustufyrirtækjum á Íslandi og viðhorf þeirra til mikilvægis menntunar í greininni. Til þess að kanna þetta var send út spurningakönnun til stjórnenda í afþreyingarfyrirtækjum á Íslandi sem samanstendur af fjórtán spurningum auk þess sem stuðst var við eldri rannsóknir. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að flestir stjórnendur hafa lokið háskólaprófi eða 64%. Margir stjórnendur hafa iðnnám sem hæstu gráðu eða diplóma. Stjórnendur meta fyrri reynslu nýrra starfsmanna af störfum í faginu umfram menntun og sérþekking á borð við skyndihjálp, leiðsögumenntun, meirapróf og ýmis hagnýt námskeið vegur þyngra en háskólamenntun í ráðningarferli. Hvatinn til að efla þekkingu innan fyrirtækja í afþreyingarþjónustu er lítill en meiri fagmennska er forsenda þess að greinin njóti meiri virðingar í samfélaginu. Aðgangsþröskuldur að ferðaþjónustu er lágur og tiltölulega auðvelt er að stofna fyrirtæki í greininni og hefja rekstur eins og staðan er í dag. Til að gera ferðaþjónustu að aðlaðandi atvinnugrein fyrir metnaðarfullt vinnuafl þarf að auka kröfur til þeirra sem stofna og reka fyrirtæki í greininniog þar með styðja við jákvæða uppbyggingu til framtíðar. Lykilhugtök: afþreyingarfyrirtæki, menntunstjórnenda, menntun starfsmanna, starfsreynsla

  • Útdráttur er á ensku

    Tourism in Iceland has grown rapidly over the last few years and has now become one of the basic sectors of the Icelandic economy and many new businesses who provide recreation and leisure are founded every year. This massive growth in tourism has excelled increase in well-educated workforce but well-educated and trained managers and employees are key factors in professional development of tourism. The main goal of this thesis is to explore the educational level of managers in recreation tourism businesses in Iceland and their opinion on the importance of higher education in the field. To explore this a questionnaire which contains 14 questions was sent to managers in recreation businesses in Iceland.The main findings of the study are that most managers have an undergraduate degree. The highest education level of many managers is from technical or trade schools which might come in handy because those programs provideformal classes and hands-on experience to students, related to their future career. This study shows that managers require employees field experience rather than higher education and that the motivation level to increase educational level within the companies is low. Employees' motivation is vital for organizational effectivenes and more professionalism is prerequisite for the sector to earn more respect in the community. For this sector to be more appealing to ambitious and skilled labor there is a need to increase demands on those who plan on setting up and run a business in recreation and by that support sustainable tourism development. Key words: recreational business, managers' education, employees' education, work experience

Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25062


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bryndís-Ba.pdf3.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna