Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25065
Ferðamönnum á Íslandi hefur farið ört fjölgandi með árunum og er varla til sá staður á Íslandi sem ekki hefur fundið fyrir þessari fjölgun, þó sérstaklega yfir sumartímann. Markmið þessa verkefnis var því að komast að því hvernig staðan á ferðaþjónustunni á Suðureyri við Súgandafjörð væri og hverjar framtíðahorfur fyrir ferðamál á Suðureyri væru að mati hagsmunaaðila.
Helstu niðurstöður voru þær að almennt séð er staða ferðamála á Suðureyri góð yfir sumartímann á meðan lítið sem ekkert er að gerast yfir vetrartímann. Allir hagsmunaaðilar og þar á meðal íbúar eru bjartsýnir á framtíð ferðamála í þorpinu en jafnframt er fólk sammála um að halda verði rétt á spilunum og vanda alla vinnu þegar kemur að ferðamálum. Það voru einnig háværar raddir um betra samtal/samstarf á milli annars vegar ferðaþjónustunnar og bæjaryfirvalda og hins vegar ferðaþjónustunnar og íbúa þorpsins.
Lykilhugtök: Ferðaþjónusta í dreifbýli, frumkvöðlar, áfangastaður, ímyndasköpun og samstarf.
The number of tourists that travel to Iceland has been rapidly increasing over the years and there is hardly a place in Iceland that has not experienced this increase, especially over the summertime. The objective of this study was to find out how the situation in tourism is in Suðureyri in Súgandafjörður, and what the future prospects are for tourism in Suðureyri in the opinion of stakeholders.
The main findings were that the general tourism in Suðureyri is good during the summer while little or nothing is happening during the winter time. All stakeholders, including residents, are optimistic about the future of tourism in the village. Additionally, people agree that the cards need to be dealt right and the work for tourism needs to be done right. There were also loud voices for a better conversation / collaboration between the tourism operators and town officials on the one hand and the tourism operators and the residents of the village on the other.
Key words: Rural tourism, entrepreneurs, destination, image creation and collaboration.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Suðureyri við Súgandafjörð Ólöf Birna Jensen BA ritgerð.pdf | 678,07 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |