is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25069

Titill: 
  • Einkirnabreytileiki í Centroradialis geninu í íslenskum byggyrkjum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Skilningur á þeim lífeðlisfræðilegum ferlum er stjórna lífsferlum plantna hefur mönnum lengi verið hugleikinn ekki síst m.t.t. nytjaplantna þar sem þær eru undirstaða allrar landbúnaðarframleiðslu. Ýmsar rannsóknir á undanförnum árum hafa leitast við að skýra aðlögun byggyrkja að norðurslóðum og þarf vart að undirstrika mikilvægi þeirra þar sem þær skjóta stoðum undir kynbætur með aðstoð erfðamarka.
    Bygg er nokkuð harðgerð nytjaplanta sem sýnt hefur mikla aðlögunarhæfni. Hún þolir meiri þurrka, seltu, kaldara loftslag og gerir minni kröfur til jarðvegs heldur en aðrar korntegundir, auk þess sem hún þarf styttri tíma til að ná þroska. Allt eru þetta eiginleikar sem gera tegundina svo mikilvæga á tímum fólksfjölgunar og hnattrænnar hlýnunar. Með nýlegri rannsókn kom í ljós að gen í byggi, HvCEN, á þátt í aðlögunarhæfni þess og var það markmið þessarar rannsóknar að raðgreina þetta gen í íslenskum og erlendum byggyrkjum sem áður höfðu verið svipgerðargreind m.t.t. flýtis. DNA var einangrað, mögnun og rafdráttur framkvæmdur, auk DNA útdráttar en vegna tímahraks misfórst að senda sýni í raðgreiningu.

Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25069


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einkirnabreytileiki í Centroradialis geninu í íslenskum byggyrkjum_ABS.pdf2.02 MBOpinnPDFSkoða/Opna