is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25070

Titill: 
 • „Dalvíkin er draumablá og dýrðleg til að sjá“ Aðdráttarafl og ásýnd miðbæjar Dalvíkur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Aðlaðandi bæjarrými og staðarandi eru aðdráttaröfl fyrir þéttbýlisstaði á landsbyggðinni og geta skipt sköpum fyrir atvinnulíf á svæðinu. Með verkefninu verður varpað ljósi á þátt hönnunar og skipulags í að styrkja staðaranda, auðga mannlíf og aðdráttarafl bæja. Skoðaðar eru forsendur fyrir gæði bæjarrýma og hvaða hönnunarþættir laða að mannlíf. Miðbær Dalvíkur er tekinn fyrir sem dæmi og unnin hönnunartillaga með það markmið að styrkja bæjarrými og aðdráttarafl miðbæjar Dalvíkur. Verkefnið er byggt upp eftir eftirfarandi markmiðum:
  Hvernig umhverfi styður við mannlíf og aðdráttarafl staðar?
  Greining á miðbæjarsvæði Dalvíkur
  Hönnunartillaga að bættri ásýnd miðbæjar Dalvíkur
  Fjallað er um hvernig hægt er að nýta staðaranda og sérstöðu byggðar við hönnun og dregnir eru fram þættir sem ýta undir gæði bæjarrýma og laða að mannlíf. Litið er til aukinnar umferðar ferðamanna um landsbyggðina og þeirra áhrifa og tækifæra sem bæjarfélög standa frammi fyrir vegna ferðamannastraumsins.
  Verkefnið tekur miðbæ Dalvíkur fyrir sem tilvik um hvernig hægt er að nýta hönnunarþætti til að styrkja aðdráttarafl staðarins. Skoðaðar eru skipulagsáætlanir, rýnt í söguna og staðarandann og gerðar eru greiningar til að skoða möguleika miðbæjarins. Hönnunartillaga er sett fram að bættu miðbæjarumhverfi þar sem unnið er með þá hönnunarþætti sem ýta undir gæði bæjarrýma.
  Bæjarrými eru partur af okkar daglega lífi og sýnir verkefnið fram á að sé vel farið að við hönnun þeirra geta þau verið mikið aðdráttarafl og auðgað mannlíf og gæði umhverfis okkar.

Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25070


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_AnnaKristin_Dalvik_lokautgafa_minni.pdf4.75 MBOpinnPDFSkoða/Opna