Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25071
Víða um heim er ofanvatn til vandræða og hefur það leitt til flóða og mengunar grunnvatns og vatnsfarvega. Blágrænar eða sjálfbærar ofanvatnslausnir mæta áskoruninni um að meðhöndla ofanvatnið sem fellur til jarðar og hafa það markmið að koma vatninu ofan í jarðveginn í stað þess að leiða það í neðanjarðarlagnir. Um leið skapast tækifæri til að gera vatnið sýnilegra og glæða umhverfið lífi.
Hið mannlega umhverfi er sífellt að breytast en samkvæmt núverandi aðalskipulagi Reykjavíkur mun mest öll uppbygging fara fram inn í borginni með þéttingu byggðar. Það þýðir að meira álag verður á fráveitukerfi borgarinnar þar sem meira yfirborð verður byggt eða þakið með varanlegu efni.
Verkefnið felst í því að skoða sérstaklega hvernig hægt er að nýta vatnið, sem fellur til jarðar í borgarumhverfinu, í hönnun. Tilgangurinn er að létta á fráveitukerfum með því virkja náttúrulega ferla og styrkja almenna upplifun á svæðinu út frá lýðheilsulegum þáttum.
Gerðar eru tillögur að breytingum á völdum reitum í Borgartúni í Reykjavík þar sem aðaláherslan verður lögð á blágrænar ofanvatnslausnir. Hönnunartillögurnar fyrir Borgartúnið taka mið af þeirri sérstöðu sem greind er á svæðinu með viðmið um vistvænt skipulag að leiðarljósi.
Niðurstöður verkefnisins eru sýndar með "fyrir og eftir" myndum sem sýna breytinguna sem verður við að innleiða blágrænar ofanvatnslausnir og sýna hvernig ofanvatnið er nýtt til að styrkja innviði nærumhverfisins. Þær tengja byggingarnar í Borgartúninu betur saman og stuðla að fjölbreyttu og aðlaðandi umhverfi sem þjónar fólkinu á svæðinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_AMS_2016.pdf | 6.87 MB | Opinn | Skoða/Opna |