is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25072

Titill: 
 • Kítósanlausnir fyrir ylrækt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Gerð var tilraun með notkun kítósanlausnar við ræktun gúrkna (Cucumis sativus L.) í garðyrkjustöðinni að Laugalandi í Borgarfirði. Gúrkuplöntur (n=76) voru úðaðar þrisvar fyrstu fjórar vikur eftir sáningu með mismunandi sterkum kítósanlausnum
  framleiddum af Primex ehf. Meðferðarhópar voru þrír. Tveir fengu þynntar kítósanslausnir í tveimur styrkleikum (lausn:vatn = 1:3 og 1:9) og samanburðarhópur fékk eingöngu vatn. Sykruinnihald var mælt tvisvar yfir uppskerutímabilið með °brixmæli.
  Fylgst var með tilfellum sýktra plantna, en gúrkusýki (e. gummy stem blight) sem sveppurinn Didymella bryoniae veldur er algeng. Uppskera frá hverjum hópi var vigtuð daglega yfir allt uppskerutímabilið, sem náði frá 19. janúar til 2. apríl 2016, en
  uppskera/plöntu var ekki vigtuð.
  Marktæk áhrif kítósans á sykruinnihald fundust í seinni °brix-mælingu (P=0,0342) en ekki þeirri fyrri (P=0,524). Marktæk áhrif (P<0,001) þynnri kítósanlausnarinnar (1:9) fundust á tíðni (1,3%) sýkinga samanborið við samanburðarhópinn (18,4%). Áhrif sterkari kítósanlausnarinnar (1:3) voru nálægt því
  að vera marktæk (tíðni=7,9%; P=0,055). Marktækt hærri uppskera gúrkna mældist í 1:9 meðferðarhópnum í fyrstu (P=0,048), fjórðu (P=0,033) og fimmtu (P=0,009) viku uppskerutímabilsins. Marktæk áhrif fundust ekki á heildaruppskeru. Rannsóknin bendir til þess að sterkar kítósanlausnir geti dregið úr uppskeru gúrkna. Hópurinn sem fékk þynnri lausnina (1:9) uppskar 4,04% meira en samanburðarhópurinn og hópurinn sem fékk sterkari lausnina (1:3) uppskar 3,62% minna en samanburðarhópurinn.

Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25072


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Ritgerð-BrynhildurSvava.pdf5.46 MBOpinnPDFSkoða/Opna