is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25073

Titill: 
  • Kjörerfðaframlög íslenskra sæðinganauta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þróun í skyldleikarækt og virkri stofnstærð og þéttleiki ætternisgagna í íslenska kúastofninum var metin. Gögn voru notuð frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem náðu til upphafs skýrsluhalds árið 1911. Þéttleiki ætternisgagna hefur aukist mikið frá aldamótum og mældist PEC5 stuðull 86% fyrir árgang 2015. Helstu ættfeður/mæður árgangsins 2015 eru í þessari röð: Þráður 86013, Huppa 26012, Kaðall 94017 og Stígur 97010. Virk stofnstærð mældist 45 gripir fyrir árin 2010-2015 og hefur dregist saman frá síðustu athugun árið 2011. Skyldleikarækt yfir kynslóð mældist 1,1% árin 2010-2015.
    Kjörframlagaúrval var notað til þess að kanna möguleika til að draga úr aukningu skyldleikaræktar í stofninum. Paranir nautsmæðra með kynbótaeinkunn 109 eða hærri voru gerðar við tvo hópa sæðinganauta. Niðurstöðurnar benda til þess að skyldleikarækt sé að aukast hratt og muni aukast hratt ef ekki verður gripið til aðgerða til að draga úr skyldleika sæðinganauta. Sýnt var fram á að nota megi aðferð kjörerfðframlaga við val á nautsfeðrum og -mæðrum til að draga úr skyldleikaaukningu í stofninum. Nauðsynlegt er að breikka nautsfeðrahópa og stjórna pörun nautsfeðra og nautsmæðra á markvissan hátt. Lagt er til að kjörframlagaúrval verði notað til að leggja til paranir nautsmæðra og nautsfeðra og ungnaut verði valin inn á stöð með hliðsjón af niðurstöðum úrvalsins. Forritið EVA var notað til að meta þéttleika ætternisgagna, þróun skyldleikaræktar, erfðahlutdeild og kjörerfðaframlög.

Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25073


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Egill Gautason.pdf1.3 MBOpinnPDFSkoða/Opna