is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25075

Titill: 
  • Markaðskönnun á íslenskum viðarmarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni var stuttlega farið yfir sögu skógræktar frá seinustu aldamótum, með áherslu á þá þróun sem hefur orðið í nýtingu innlendra viðarafurða. Innflutningstölur frá Hagstofu Íslands og samantektir úr Skógræktarritinu voru notaðar til að meta hlutfall innlendra viðarafurða af innfluttum viðarafurðum á árunum 2004-2014. Einnig voru samdir spurningalistar til þess að kanna þarfir og viðhorf ýmissa fyrirtækja sem nýta timbur annarsvegar (til annars en húsbygginga) og aðila sem rækta og selja timbur úr íslenskum skógum hinsvegar.
    Innflutningstölur sýndu að mun meira magn af timbri er flutt inn heldur en nýtt er úr íslenskum skógum í dag og því mikil sóknarfæri fyrir innlenda framleiðendur. Hlutdeild innflutts sagaðs viðar minnkaði um rúmlega helming árið 2008 en eftir það var stærsta breytingin stóraukning í iðnviði uppúr 2011, en innflutningur á iðnviði nálgast það magn sem flutt er inn af söguðum viði árið 2014. Innlend framleiðsla viðarafurða hefur stóraukið hlutdeild sína í öllum flokkum nema fyrir sagað timbur. Sá áfangi náðist 2011 að innlend framleiðsla á flokknum „eldiviði og viðarkolum“ er orðin meiri en sem nemur árlegum innflutningi.
    Í svörum við spurningarlistunum kom í ljós að fyrirtæki sem nýta sér viðarafurðir hafa mjög fjölbreyttar þarfir og vilja geta keypt íslenskt timbur oft á ári og yfir allt árið, fyrirtæki nýta sér viðarafurðir í mjög fjölbreytta starfsemi og kaupa við úr mörgum mismunandi viðar-afurðaflokkum. Skógrækt ríkisins, ýmis skógræktarfélög og aðilar úr einkageiranum eru að byggja upp eða auka við sínar viðarmiðlanir. Í dag bjóða margir þeirra ýmsar viðarafurðir til sölu úr íslenskum skógum og geta þeir vonandi nýtt sér niðurstöður þessarar ritgerðar til sölu og markaðsstarfs.

Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Markaðskönnun á íslenskum viðarmarkaði.pdf1.51 MBOpinnPDFSkoða/Opna