en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Agricultural University of Iceland > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/25077

Title: 
 • Title is in Icelandic Samhengi milli skrokkmála og sköpulagsdóma hjá íslenskum kynbótahrossum
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Á kynbótasýningum fyrir íslensk kynbótahross er lagt mat á átta eiginleika í sköpulagi hrossanna og sjö eiginleika hæfileika. Áður en hrossin fara í sköpulagsdóm eru þau mæld og tekin eru 11 skrokkmál á stóðhestum og sjö á hryssum. Markmið þessarar rannsóknar var að meta samhengi skrokkmála og dóma á sköpulagi íslenskra kynbótahrossa og kanna hvort og þá hversu mikið þessi skrokkmál hafa áhrif á dóma á sköpulagi.
  Gögnin voru fengin úr WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins og innihéldu alla dóma á kynbótahrossum á Íslandi frá árinu 2000 til ársins 2015 (alls 11.392 dómar). Tölfræðiforritið SAS var notað við úrvinnslu gagna. Grunnlýsing á gögnunum var tekin saman og fervikagreining var framkvæmd til að meta samhengi á milli skrokkmála og sköpulagsdóma. Samhengi skrokkmálanna við aðaleinkunn sköpulags var skoðað, auk breyta sem voru reiknuð út frá skrokkmálunum. Samhengi á milli ákveðinna skrokkmála og reiknaðra skrokkmála við eiginleikana háls, herðar og bóga, bak og lend og samræmi var einnig skoðað.
  Helstu niðurstöður voru að hefðbundin skrokkmál og reiknuð skrokkmál höfðu marktæk áhrif á aðaleinkunn fyrir sköpulag. Þau mál voru: Hæð á herðar, Hæð á bak, Hæð á lend, Brjóstdýpt, Bollengd, Breidd um mjaðmarhorn, Breidd um lærleggstoppa, Breidd framleggs, Ummál framhnés og Ummál framleggs, Herðahæð, Framhæð, Legglengd, Hlutfall á hæð á herðar og lengd, Munar á lengd og hæð á herðum, Munar á lengd og hæð á lend og Form lendar. Breyturnar Legglengd, Hæð á herðar og Framhæð skýrðu stærsta hluta af heildarbreytileika aðaleinkunnar fyrir sköpulag. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að breytan Herðahæða hafði marktæk áhrif á háls, herðar og bóga. Eins höfðu Baklína og Form lendar marktæk áhrif á eiginleikann bak og lend. Að lokum sýndu niðurstöður að Hæð á herðar, Legglengd, Framhæð og Brjóstdýpt höfðu marktæk áhrif á samræmi. Legglengd skýrði þar stærstan hluta af heildarbreytileika í einkunnum.
  Þessar niðurstöður sýna fram á hvernig ákveðnar stærðir og hlutföll í sköpulagi íslenska hestsins hafa áhrif á einkunnagjöf fyrir eiginleika sköpulagsins. Þær hjálpa til við að þróa á hvern hátt skrokkmálin eru nýtt við sköpulagsdóma og geta leitt til markvissari notkunar á þeim.

Accepted: 
 • Jun 7, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25077


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS_GudrunPalinaJonsdttir.pdf299.98 kBOpenPDFView/Open