is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25078

Titill: 
  • Tegundasamsetning og þekja þörunga í fjörum Kolgrafafjarðar í kjölfar síldardauða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í desember 2012 og febrúar 2013 er talið að um 50 þúsund tonn af síld hafi drepist fyrir innan brú í Kolgrafafirði, að öllum líkindum vegna súrefnisþurrðar. Rannsókn þessi beinist að því að rannsaka hvaða áhrif síldardauðinn hafði á tegundasamsetningu og þekju þörunga í fjörum Kolgrafafjarðar með því að bera saman niðurstöður rannsóknar frá sumrinu 1999 (Agnar Ingólfsson) við niðurstöður þessarar rannsóknar frá sumrunum 2013 og 2014. Í ljós kom að tegundasamsetning og þekja þörunga í fjörum breyttist lítillega eftir síldardauðann, sem er í samræmi við niðurstöður rannsóknar á afleiðingum mun minni síldardauða í Noregi (Oug o.fl. 1991). Í þessu verkefni var að auki gerð ítarleg greining á tegundasamsetningu þörunga fjörunnar í Kolgrafafjarðar með víð- og smásjárgreiningum á fjöruþörungum, en slík gögn eru af skornum skammti hér á landi. Samtals voru greindar 43 tegundir þörunga í sýnum af 13 stöðum við fjörðinn, þar af 11 tegundir brúnþörunga, 17 tegundir rauðþörunga og 15 tegundir grænþörunga.

Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25078


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.s ritgerð Hinrik Konráðsson.pdf1.64 MBOpinnPDFSkoða/Opna