is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2508

Titill: 
 • Einmanaleiki eldri borgara í Reykjavík. Hvað hefur áhrif á einmanaleika?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Margir þættir hafa áhrif á tilfinningar fólks, þar á meðal á einmanaleika. Þar sem einmanaleiki er tilfinning verður hún aðeins útskýrð af þeim sem upplifir hana. Því var eigindleg rannsóknaraðferð notuð til að kanna einmanaleika meðal eldri borgara í Reykjavík.
  Markmið þessarar rannsóknarritgerðar var að athuga hvort einmanaleiki sé algengari á efri árum og hvaða áhrifaþættir liggja þá að baki en einnig að finna viðeigandi þjónustu fyrir þá eldri borgara sem upplifa hann. Ritgerðin byggist á niðurstöðum íslenskra og erlendra rannsókna sem og á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem framkvæmd var á árunum 2005-2007 en gagnaöflun byggðist á viðtölum við sex eldri borgara í Reykjavík.
  Niðurstöður megindlegra rannsókna sýna að ekkert gefur til kynna að einmanaleiki sé algengari meðal eldri borgara en þeirra yngri. Þó hafa rannsóknir sýnt að einmanaleiki eykst eftir að 80 ára aldri er náð. Eigindleg rannsókn sýndi að fimm af sex þátttakendum upplifðu einmanaleika, vildu meiri samskipti við fólk og töldu andlega líðan sína mun betri eftir samskipti við aðra. Tveir töldu sig hafa lítinn andlegan stuðning og notaði annar róandi lyf og áfengi til að deyfa tilfinningar. Óöryggi við núverandi aðstæður hafði áhrif á einmanaleika þátttakenda og höfðu þeir sótt um þjónustuíbúðir til að fá aukið öryggi og félagsskap. Heilsa hafði mikil áhrif á félagslega virkni og versnandi heilsufar dró úr þátttöku í félagsstarfi.
  Af niðurstöðum rannsóknar má ráða að margar samverkandi ástæður séu fyrir einmanaleika eldra fólks og ekki einfalt að flokka þær í tilfinningalega eða félagslega einangrun þó mikilvægt sé að hafa þá þætti í huga þegar leitað er aðgerða til að bæta líðan eldri borgara. Þeir sem eru félagslega einangraðir og hafa heilsu geta nýtt sér félagsstarf en þurfa oft stuðning. Þeir sem geta ekki nýtt sér félagsstarf eða dagvistun vegna lélegs heilsufars þurfa önnur úrræði og geta þjónustuíbúðir hentað þeim vel. Þeir sem eru tilfinningalega einangraðir gætu nýtt sér stuðnings-viðtöl eða umræðuhópa til að takast á við tilfinningar sínar. Stuðningsviðtöl byggð á lífssöguaðferð gætu hentað þeim vel, þar sem litið er til baka til fortíðar og minningar notaðar til þess að endurmeta lífið og sættast við atburði í fortíðinni.

Samþykkt: 
 • 8.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2508


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
einmanaleiki_09_fixed.pdf717.8 kBLokaðurHeildartextiPDF