is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25082

Titill: 
  • Samanburður á rekstrarforsendum lífræns og hefðbundins sauðfjárbúskapar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa lokaverkefnis er að bera saman lífrænan sauðfjárbúskap við hefðbundinn með áherslu á rekstrarlega þætti.
    Fengin voru gögn frá fimm bændum sem starfa við lífrænan sauðfjárbúskap og þau borin saman við gögn frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem byggja á niðurstöðu búreikninga fyrir meðalbú í rekstrargrunni Bændasamtaka Íslands.
    Niðurstaða úr verkefninu er sú að lífrænir sauðfjárbændur eru með minni framleiðslugetu en hefðbundnir sauðfjárbændur. Hefðbundnu sauðfjárbændurnir voru hinsvegar að verja meiri fjárhæðum í hvert innlagt kg. Fjárhagslega séð var munurinn á framleiðslu getunni meiri en munurinn á kostnaði bak við hvert innlagt kg. Þættir eins og aukin rýmisþörf og minni uppskera ræktaðs lands í lífrænum sauðfjárbúskap benda til að stofnkostnaður við lífrænt sauðfjárbú sé mun hærri. Mjög fá bú eru til skoðunar og því gefa niðurstöðurnar eingöngu vísbendingu um rekstrargjöld.

Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25082


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_jonmundur_magnus_gudmundsson.pdf562.88 kBOpinnPDFSkoða/Opna