Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25083
Víða um land eru lítil söfn sem eiga sér landfræðilega og samfélagslega sögu. Flest þessara safna hafa verið í ákveðnum tilvistarvanda hvað varðar rekstur og framtíðarmöguleika. Þá hefur lagarammi í kringum söfnin verið að breytast og auknar kröfur settar um miðlunarhlutverk og tengsl þeirra við samfélagið. Þrátt fyrir það búa söfn yfir mörgum tækifærum til að styrkja bæjarbrag og vera aðdráttarafl í ferðaþjónustu. Með þessu verkefni er kannað hvernig umhverfisskipulag getur styrkt sérstöðu safnasvæðins á Eskifirði þannig að það hafi jákvæð áhrif á starfsemi á svæðinu og aukið lífsgæði íbúa.
Dregnar eru fram forsendur fyrir uppbyggingu safnasvæðisins með því að gera grein fyrir miðlunarhlutverki og samfélagslegum kosti safna, menningarstefnu sveitarfélagsins, framtíðarsýn Sjóminjasafns Austurlands. Einnig verða erlend og innlend fordæmi skoðuð.
Til að finna og greina frá sérstöðu svæðisins er gerð ýtarleg staðháttagreining á svæðinu. Niðurstöður greiningarvinnunnar eru síðan notaðar í að styrkja veikleikana og koma auga á þau tækifæri sem svæðið hefur upp á að bjóða.
Í lokin er hönnunartillaga sett fram sem tekur mið af forsendum fyrir uppbyggingu safnasvæðis og byggir á niðurstöðum úr greiningarvinnu. Í tillögunni er jafnframt leitast við að skapa svæði sem auðga lífsgæði íbúa staðarins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kamma BS ritgerð.pdf | 11.75 MB | Opinn | Skoða/Opna |