is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25084

Titill: 
 • Aðbúnaður kvígna á íslenskum kúabúum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta er stöðumat á aðbúnaði kvígna á íslenskum kúabúum. Tilgangur verkefnisins var að öðlast yfirsýn yfir aðbúnað komandi mjólkurkúa í íslenskri mjólkurframleiðslu. Varpa þannig hugsanlegu ljósi á hvort uppeldisaðstæður komandi mjólkurkúa séu viðunandi með tilliti til gildandi reglugerða og hvort finna megi breytileika í slíkum aðbúnaði milli búsgerða, s.s. stærð búa, fjósgerða o.fl. Ný aðbúnaðarreglugerð fyrir nautgripi hefur nýlega tekið gildi og aðbúnaður húsdýra hefur fengið þónokkra umfjöllun síðustu misseri.
  Úttekt var framkvæmd á 33 kúabúum haustið og veturinn 2015. Fjósunum var skipt í 4 flokka, básafjós með mjaltakerfi (a), básafjós með mjaltabás (b), legubásafjós með mjaltabás (c) og legubásafjós með mjaltaþjón (d).
  Úttektinni má skipta í tvennt, annars vegar aðbúnaðarúttekt á uppeldisfjósi og hins vegar bændaspurningar og viðhorf þeirra. Aðbúnaðarþættir voru skoðaðir og úttekt framkvæmd á loftgæðum í gripahúsum, gólfgerðum stía, legusvæðum, fóðrunaraðstöðu, brynningu, hreinleika gripa og umhverfis og útivist. Í bændaspurningunum fólst viðhorfsmat, þar sem þeir voru beðnir um að gefa ákveðnum þáttum í aðbúnaðnum einkunn eftir mikilvægi eða hversu ánægðir eða óánægðir þeir voru með tiltekið atriði. Bændaspurningarnar voru einnig til að afla almennra upplýsinga um staðhætti og verklag við hirðingu gripa á búunum.
  Breytileiki aðbúnaðarþátta var mismikill, bæði milli fjósgerða og innan einstakra atriða. Engin af fjósgerðunum fjórum stendur annarri framar í aðbúnaðarþáttum. Nema þá að legubásar eru frekar til staðar fyrir kvígur í uppeldisfjósum fjósgerða c og d. Heldur meira átpláss er pr. grip í uppeldisfjósum a og b sem dæmi. Hvað varðar m2/grip í stíum með og án legusvæða þá gáfu niðurstöður ekki marktækan mun á plássi pr. grip innan aldursflokka 0-6 mánaða (p=0,2229) og 6-18 mánaða (p=0,3360) milli fjósgerða. Marktækur munur fannst á m2/grip milli fjósgerða fyrir gripi eldri en 18 mánaða (p=0,0001). Mest pláss hafa gripir 18 mánaða og eldri í uppeldisfjósum fjósgerðar d en minnst í uppeldisfjósum fjósgerðar b.
  Meginniðurstöðurnar voru þær að kvígur eru oftast haldnar í steinrimlastíu með brynningarskálum eða brynningarnipplum, með eða án legusvæðis (oftast án), sem gæti verið hálmsvæði, legubásar eða gúmmímottur. Átgrindur við fóðurgang eru oftast skágrindur sem allir gripir í stíu geta staðið við í einu. Engin regla virðist vera á hreinleika stía milli fjósgerða, allir möguleikar þekkjast innan hverrar fjósgerðar.

Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25084


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_MI_Adbunadur_kvigna.pdf1.47 MBOpinnPDFSkoða/Opna