is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25086

Titill: 
 • Lýsing – tækifæri til aukinnar upplifunar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmiðið með verkefni þessu er að skoða og rannsaka hvað stefnumörkun í lýsingu felur í sér ásamt því hvaða tækifæri og möguleika hún býður upp á. Lýsing er skoðuð út frá ýmsum
  sjónarhornum og meðal annars eru tengsl hennar við upplifun fólks af umhverfi sínu athuguð. Þá er einnig skoðað hvort stefnumörkun í lýsingu nýtist fyrir sveitarfélög og þá að hvaða leyti.
  Rannsóknarspurningin er: Hvað felur stefnumörkun í utanhússlýsingu í sér og hvaða tækifæri hefur hún fyrir sveitarfélög?
  Lýsing virðist hafa mikil áhrif á myrkurgæði í formi ljósmengunar og aukin krafa er orðin í dag um að tillit sé tekið til myrkurgæða.
  Möguleiki er að lýsa upp umhverfið á réttan hátt til að varðveita myrkurgæði. Ljósgæði eru hins vegar sjónræn þægindi sem veita öryggi og skerða ekki gæði myrkursins.
  Þeir umhverfisþættir sem mestu máli skipta fyrir fólk eru meðal annars öryggi og læsileiki umhverfisins ásamt fjölbreytileika þess.
  Tilbreytingarsnautt umhverfi hefur ekki mikið aðdráttarafl á fólk og skapar þess vegna ekki vettvang fyrir aukið mannlíf. Fjölbreytileiki er hluti af umhverfisgæðum og hægt er að nýta lýsingu til þess bæði að auka öryggi og styrkja umhverfisgæði.
  Stefnumörkun í lýsingu felur m.a. í sér að tillit er tekið til ákveðinna þátta og mörkuð um þá heildstæð stefna til að varðveita umhverfisgæði. Hún býður upp á mörg tækifæri fyrir sveitarfélög til að marka stefnu fyrir alla áætlanagerð, hönnun og endurgerð lýsingarkerfa þar sem sveitarfélagið getur nýtt hana til að undirstrika karaktereinkenni þess, markmið og ásýnd.
  Hægt er að nýta þetta verkefni til frekari greiningarvinnu meðal annars. fyrir sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila þar sem lýsing getur nýst til að styrkja einkenni.
  Mikilvægt er að lýsing, ljósmengun og myrkurgæði fá rými í lögum um mat á umhverfisáhrifum en það er ekkert fjallað um þessa þætti þar. Þá er einnig hægt að nýta stefnumörkun til að styrkja ferla sem annars eru óljósir eins og eftirlit og viðhald.

Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25086


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Ruth_Lokaútgáfa.pdf14.56 MBOpinnPDFSkoða/Opna