is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25087

Titill: 
 • Mjólkurflæði hjá fyrsta kálfs kvígum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Það að mjaltir gangi fljótt fyrir sig hefur lengi vel verið ein af þeim kröfum þeirra sem starfa við mjólkurframleiðslu hafa lagt fyrir. Helsta ástæða fyrir því er að því styttri tíma sem það tekur að mjólka því meiri tíma er hægt að eyða í önnur verk eða einfaldlega til að stytta vinnudaginn. Einn af þeim mælikvörðum sem notast er við til að meta mjaltir er að mæla mjólkurflæði kúa. Mjaltabúnaður hefur þróast mikið og er nú mjólkurflæðimælar staðalbúnaður í mjaltaþjónum og í fullkomnustu mjaltabásum og -kerfum. Auðvelt er því í dag að meta mjaltaeiginleika kúa með beinum mælingum fremur en að notast við huglægt mat bóndans.
  Markmið þessa verkefnis var að skoða mjólkurflæði hjá fyrsta kálfs kvígum, finna út meðalmjólkurflæði ásamt því að sjá hvernig það breytist þegar líður á mjaltaskeiðið. Bornir voru saman dætrahópar einstakra nauta til að meta hvort erfðir hefðu áhrif á þennan eiginleika. Þá var einnig skoðað hvort þörf sé að breyta þeim kjörgildum og viðmiðum sem notuð eru til að meta mjaltir í dag.
  Notaðar voru við upplýsingar úr Lely mjaltaþjónum frá 29 kúabúum. Notuð var skýrsla sem nefnist Mjaltir – Afköst þjarka kýr og var henni safnað sjö sinnum á sjö mánaða tímabili. Þessi skýrsla inniheldur meðal annars uplýsingar um meðalmjólkurflæði ásamt daga frá burði. Þær upplýsingar voru nýttar til þess að finna meðalmjólkurflæði hjá fyrsta kálfs kvígum ásamt því að sjá þróun þess á mjólkurskeiðinu.
  Niðurstöður verkefnisins eru þær helstar að meðalmjólkurflæði fyrsta kálfs kvígna er 1,80 kg/mín. Jákvætt samband er á milli meðalmjólkurflæðis og nytar og neikvætt samband á milli daga frá burði og meðalmjólkurflæðis. Talsverðan mun er að finna bæði á milli búa og á milli dætrahópa. Lekar kýr eru einungis 1,7% af úrtakinu og í þeim hópi eru kýr sem myndu teljast sem mjög fastmjólka kýr. Meðalmjólkurflæðið breytist lítið á mjaltaskeiðinu, eða innan við 0,20 kg/mín. Miðað við þessar niðurstöður er í raun ekki ástæða til þess að breyta þeim kjörgildum og viðmiðum sem notuð eru við mat á mjöltum.

Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25087


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs ritgerð RGÓ.pdf723.72 kBOpinnPDFSkoða/Opna