is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25088

Titill: 
 • Aðkoma og tenging ferðaþjónustubúa á Vesturlandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari eru tekin saman flest öll ferðaþjónustubú á Vesturlandi, staðsetning þeirra greind út frá vegakerfi og áhrif staðsetningar á rekstur.
  Samkvæmt ábúendum á ferðaþjónustubúum hætta ferðamenn oft við að
  heimsækja bú er standa lengra frá þjóðvegi vegna vegalengdar eða ástands vegar.
  Að hafa skilti sem vísar á búið, staðsett við þjóðveg er samkvæmt greiningum í þessu riti góð auglýsing og hefur mikil áhrif á að draga ferðamanninn að.
  Þeir bæir sem standa nær þjóðvegi og hafa sterkari tengingar við aðra ferðaþjónustu í nálægð við sig virðast standa betur að vígi en önnur bú þegar kemur að því að draga ferðamenn að búinu.
  Er það eina ástæðan fyrir því að rekstur ferðaþjónustubúa á þessum svæðum virðist ganga betur? Staðsetning virðist vera mikilvæg þegar kemur að ferðaþjónustu,sama hvaða mynd sú þjónusta tekur á sig og þá virðist tengingar við annarskonar
  þjónustu í nálægð vera mikilvægar.
  Hvaða atriði eru það við staðsetningu sem skiptir mestu máli?
  Eftir greiningarvinnu við rit þetta virðist svarið vera aðgengi að ferðaþjónustustað og tengingar við aðra þjónustu í nágreninu.

Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25088


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð, Rögnvaldur_II.pdf4.92 MBOpinnPDFSkoða/Opna