is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25091

Titill: 
 • Kortlagning litafjölbreytileika í íslenska sauðfjárstofninum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Litafjölbreytileiki íslenska sauðfjárstofnsins var skoðaður út frá gögnum úr skýrsluhaldi sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands fyrir árin 2000, 2005, 2010 og 2015. Tekin voru saman mismunandi litaheiti yfir sömu liti milli landshluta,
  einkum á milli botnótta og golsótta litarins. Litafjölbreytileiki sauðfjárstofnsins var ljósmyndaður og hugmynd að uppsetningu ljósmyndabanka sett fram en heimsótt
  voru 63 sauðfjárbú í öllum landsfjórðungum í maí 2015 og gögnum fyrir ljósmyndabanka safnað. Að lokum voru hugmyndir að nýjum litaskráningarlykli settar fram. Nýr litaskráningarlykill er ætlaður til þess að auðvelda bændum skráningar í
  skýrsluhaldskerfið Fjárvís.
  Í ljós kom að litafjölbreytileiki íslenska sauðfjárstofnsins er mikill, þó hefur hvítur grunnlitur hæstu hlutdeild allra lita. Aukning hefur verið á litaskráningum milli ára en á sama tíma er þróunin sú að aðallitir eru í auknum mæli skráðir án lýsandi blæbrigða.
  Með þeirri þróun tapast yfirsýn yfir tíðni mismunandi lita en mikilvægt er að varðveita litafjölbreytileika íslenska sauðfjárstofnsins vegna þess að hinn mikli breytileiki er eitt af sérkennum fjárkynsins. Ljósmyndir náðust af öllum grunnlitum, tvílitum og litamynstrum nema grámógolsóttu og mógolsubotnóttu. Tillaga að nýjum litaskráningarlykli var sett fram með það að leiðarljósi að fanga litafjölbreytileika íslenska sauðfjárstofnsins á sem nákvæmastan hátt en þó þannig að nýr lykill væri einfaldur í notkun. Fjögurra talna litalykill varð niðurstaðan þar sem hver einstaklingur getur verið skráður með aðallit, blæbrigði aðallitar, tvílit og einkenni tvílitar. Skráning lita er valkvæm hverjum sauðfjárbónda og fyrir vikið hentar nýi litaskráningarlykillinn öllum þeim sem skrá liti í skýrsluhaldskerfið Fjárvís.

Samþykkt: 
 • 7.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25091


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Sigurborg_Hanna_Sigurdardottir_minna.pdf8.22 MBOpinnPDFSkoða/Opna