is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25093

Titill: 
  • Samanburður á taumþrýstingi milli hliða hestsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknarinnar var að kanna hvort munur væri á taumþrýstingi milli hliða hjá átta íslenskum hestum á milliferð á tölti. Fjórir knapar voru fengnir til að ríða öllum hestunum. Notast var við taumþrýstingsmæla frá Centaur sem mældu taumþrýsting hægri og vinstri tauma í Newton metrum. Rannsóknin fór fam í Þráarhöll á Hólum í Hjaltadal og notast var við 20m x 40m svæði. Einn hringur var riðinn á hægri hönd og einn á vinstri hönd til að gera greinamun á því hvort munur væri á taumþrýstingi hjá hestum og eða knöpum eftir því uppá hvora höndina var riðið. Við greiningu niðurstaðna var fyrst stuðst við mælingar á meðalþrýstingi á hægri og vinstri taumum hjá öllum hestum og öllum knöpum, óháð uppá hvora höndina var riðið. Þar á eftir var skoðað hvort munur kæmi fram á meðal þrýstingi vinstri og hægri tauma hjá hestum og knöpum eftir því hvort riðið var á hægri eða vinstri hönd.
    Marktækur munur var á taumþrýstingi milli hesta en ekki var um marktækan mun að ræða milli knapa. Á heildina litið var taumþrýstingurinn að jafnaði nokkuð jafn milli hliða, 23.5 N á vinstri taum og 22.62 N á hægri taum. Hæsti meðalþrýstingur á vinstri taum mældist 38.46 N og 40.26 N á hægri taum hjá hesti þrjú en lægsti meðalþrýstingur á vinstri taum var 6.35 N og 6.06 N á hægri taum hjá hesti eitt. Út frá mun á taumþrýstingi milli hliða eftir því upp á hvora höndina var riðið, kom fram áberandi munur hjá tveimur hestum, óháð knapa, þegar þeim var riðið á hægri hönd. Hjá hesti fimm var aukinn þrýstingur á innri taum (-5.225 N ) sem getur bent til að hann eigi erfitt með að sveigja sig til hægri og teygja á vinstri hliðinni. Hestur sjö var hinsvegar með áberandi aukinn þrýsting á vinstri tauminn þegar honum var riðið á hægri hönd (8.8 N). Getur það bent til að hann sé með sterkari vinstri hlið, sæki inn og eigi erfitt með að ganga samspora uppá hægri hönd.

Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25093


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurlína Erla - BS ritgerð 2016.pdf929.63 kBOpinnPDFSkoða/Opna