is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25096

Titill: 
  • Öndunarfærasjúkdómar í sauðfé með sérstaka áherslu á barkakýlisbólgu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sauðfé hefur fylgt Íslendingum frá landnámi og hefur verið mikil lífsbjörg fyrir landsmenn í gegnum árin. Mikið hefur verið lagt í ræktun þess og kynbætur og uppskeran af þeirri miklu vinnu er gott og sterkt íslensk fé. Sjúkdómar fylgja sauðfénu eins og öðrum bústofni og hafa komið upp ýmis konar alvarlegir smit- og bakteríusjúkdómar í gegnum tíðina. Barkakýlisbólga er sjúkdómur sem heldur nýlega hefur greinst í íslenska sauðfénu. Ekki er mikið vitað um sjúkdóminn, hvað veldur honum og af hverju hann kemur upp í fénu. Vegna þess hve lítið er til um sjúkdóminn eiga bændur og aðrir erfitt með að greina hann frá öðrum öndunarfærasjúkdómum sem veldur því að skráning um tilfelli er ekki rétt. Markmiðið með þessu lokaverkefni „Öndunarfærasjúkdómar í sauðfé með sérstaka áherslu á barkakýlisbólgu“ er að kynnast betur barkakýlisbólgunni, ræða hana með tilliti til umhverfis og aðbúnaðar, þá sérstaklega loftgæða, og annarra þátta sem tengjast henni, og reyna að komast nær því að finna hvað gæti verið að valda sjúkdómnum. Einnig er markmiðið að opna augu bænda og annarra fyrir þessum sjúkdómi og alvarleika hans, slæmum loftgæðum í fjárhúsum, stuðla að betri skráningu tilfella og þar af leiðandi fá betri mynd af útbreiðslu sjúkdómsins.
    Verkefnið í heild sinni var þríþætt. Heimildavinna spilaði hvað stærstan þátt í verkefninu þar sem leitað var upplýsinga um sjúkdóminn, öndunarfærin, aðra öndunarfærasjúkdóma, skaðlegar lofttegundir í gripahúsum og aðra þætti sem snúa að barkakýlisbólgunni og gætu haft áhrif á það að sjúkdómurinn kemur upp í gripunum. Rannsóknin var tvíþætt, annars vegar var sendur út spurningalisti til bænda á þeim búum sem rannsökuð voru og hins vegar fór höfundur á búin og mældi þar ammoníak í gripahúsum, hita og raka og tók út helsta umhverfi gripanna með tilliti til loftgæðanna. Mælingarnar voru gerðar í þeim tilgangi að kanna hvort að einhver tengsl séu milli slæmra loftgæða og tíðni barkakýlisbólgunnar. Niðurstöður sýndu að tenging var þarna á milli og hefur hár styrkur ammoníaks slæm áhrif á öndunarfæri dýranna og slímhúð þeirra sem gerir þau veikari fyrir bakteríum og móttækilegri fyrir sjúkdómum eins og barkakýlisbólgu.

Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25096


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Öndunarfærasjúkdómar í sauðfé með sérstaka áherslu á barkakýlisbólgu - Þuríður.pdf1.62 MBOpinnPDFSkoða/Opna